Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1955, Page 1
KRISTJÁN ELDJÁRN:
KAPELLUHRAUN OG KAPELLULÁG
FORNLEIFARANNSÓKNIR 1950 OG 1954
Á tveimur stöðum á Reykjanesskaga eru örnefni dregin af kapellu.
Þau eru Kapelluhraun í landi Lambhaga í Garðahreppi og Kapellu-
lág hjá Hrauni í Grindavík. Báðum örnefnunum eru tengdar sagnir,
sem snúast um mannvirki á stöðunum. Verður hér skýrt frá árangri
rannsókna, sem gerðar hafa verið á þessum fyrirferðarlitlu en for-
vitnilegu mannaverkum.
1. Kapellan í Kapelluhrauni.
Fyrir sunnan Hafnarfjörð er hraunfláki mikill, sem upptök á í
gígaröð meðfram Undirhlíðum og hefur runnið þaðan allt norður
í sjó. Hraun þetta heitir nú í daglegu tali Bruninn, nema neðsti eða
nyrzti hluti þess heitir Kapelluhraun. Það er mjög úfið og lítt gróið
apalhraun, og eru jarðfræðingar á einu máli um, að það hafi runnið
eftir að land byggðist. Ráða þeir það af útliti og ástandi hraunsins,
en auk þess er talið víst, að þetta sé hraun það, sem í gömlum heim-
ildum er nefnt Nýjahraun. 1 landameTkjaskrám er sagt, að mörkin
milli Hvaleyrar og Straums séu í norðurbrún Nýjahrauns.1) Kjal-
nesinga saga, sem talin er rituð á 14. öld, nefnir og Nýjahraun, og
í annálum er þess getið, að skip, er lét út úr Hvalfirði, hafi brotið við
Nýjahraun fyrir utan Hafnarfjörð, og á þetta að hafa gerzt árið
1343.2) Nafnið Nýjahraun sýnir ótvírætt, að hraunið hefur runnið
eftir landnámsöld, en heimildirnar, að það sé eldra en frá 1343.
Þegar Nýjahraun rann, hefur það orðið ófær farartálmi á leiðinni
suður með sjó. Hefur eflaust þá þegar verið ruddur um það vegur
sá, sem síðan var notaður, unz bílvegur var gerður. Gamli vegurinn
x) Þetta samkvæmt málvenju. f rauninni er þetta austurbrún hraunsins.
2) Sjá um þetta efni t. d. Kr. Kálund, Beskrivelse af Island I, bls. 29 — 30.