Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1955, Page 2
6
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
1. mynd. Kapellan óhreyfð, útsýn austur yfir Kapelluhraun. —
The Chapel before excavation.
var mikið mannvirki. Hann liggur þar sem skemmst er yfir hrauniö
(á ská yfir akveginn, sem nú er, 1955), mjög krókóttur, eins og slíkir
hraunvegir eru, sem þurfa að þræða milli hárra hraunhóla og djúpra
katla, en nóg er af hvoru tveggja í Kapelluhrauni. En vegurinn er
sæmilega sléttur og breiður, enda mátti skeiðríða hann. Fast við
veginn sjávarmegin, um miðju vegu milli hraunjaðra, er mannvirki,
sem kallað er Kapellan, og dregur neðsti hluti hins gamla Nýja-
hrauns nafn af henni á síðustu tímum (1. mynd).
Ekki er mér kunnug eldri heimild um Kapelluna en sóknarlýsing
séra Árna Helgasonar um Garðaprestakall frá 1842. Séra Árni segir
svo: „Nálægt í miðju þessu hrauni er upphlaðin grjóthrúga rétt við
veginn, sem fólk kallar Kapellu og segir þar séu dysjaðir þeir menn
frá Bessastöðum, sem drepnir hafi verið í hefnd eftir Jón biskup
Arason 1551, er ólíklegt þykir satt geti verið".1)
!) Landnám Ingólfs III, bls. 200.