Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1955, Page 3
KAPELLUHRAUN OG KAPELLULÁG
7
í Þjóðsögum Jóns Árnasonar er stutt frásögn um Kapelluhraun
og Kapelluna, og er henni lýst þannig: „Hún er að norðanverðu við
veginn, hlaðin upp af hellugrjóti í lögun eins og borg. Dyrnar hafa
snúið móti suðri, en nú eru þær fullar af mold og mosa. Kapeilan er
og hærri að norðan en sunnan. Sagt er, að í Kapellunni sé grafinn
einn af umboðsmönnum þeim, sem áður voru á Bessastöðum. Var
honum gert umsátur þarna í hrauninu, drepinn þar og grafinn".
Þessi frásaga mun eiga rætur að rekja til séra Jóns Þórðarsonar á
Auðkúlu.1)
Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi segir þannig frá Kapellunni:
„Kapellu-tóftin í Kapelluhrauni, þar sem sagt er, að lík Kristjáns
skrifara hafi verið náttsett, stendur enn að mestu. Raunar er hún
nokkuð hrunin utan, einkum vesturgaflinn, og eru dyrnar hrundar
2) Sjá Þjóðsögur Jóns Árnasonar, 2. útg. 1954, II, bls. 78 og viðeigandi skýr-
ingargrein.