Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1955, Page 7
KAPELLUHRAUN OG KAPELLULÁG
11
5. mynd. Mynd af heilagri Barböru, séð framan og aftan frá. —
Image of St. Barbara, front and back.
hafi að einhverju leyti verið gert af hraunhellum án þess að vera
borghlaðið.
Eftir rannsóknina var reynt að ganga frá tóftinni sem líkastri
því, sem hún var áður.1)
í Kapellunni reyndust vera fjölskrúðugri mannvistarleifar en bú-
izt var við að órannsökuðu máli. Skal hér gerð grein fyrir því, sem
til hluta má meta:
1. Mynd af heilagri Barböru (5. mynd), telgd úr grágulum leirsteini, aðeins
efri hluti eða vel niður fyrir mitti, fannst í þremur hlutum, sem auðvelt var
að fella saman. Myndin eða líkneskið er nú aðeins 3,3 sm á hæð, en hefur
líklega verið um 5,5 sm heilt. Það er haglega telgt, andlitið nokkuð máð, hár
!) Ég kom aftur að Kapellunni 26. nóv. 1955. Hún hafði farið vel að stöfnum
eftir rannsóknina, ekki hrunið, en klæðzt mosa eðlilega. Hins vegar hefur um-
hverfi hennar stórum verið spillt við stórkostlega töku hraunsalla í vegi og hús-
grunna. Hafnarfjarðarbær hefur keypt þennan hluta hraunsins. A því friðlýs-
ingarskjal Kapellunnar að vera í hans vörzlu, og hafa ráðstafanir verið gerðar
til að koma því í rétt horf.