Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1955, Síða 11
KAPELLUHRAUN OG KAPELLULÁG
15
dýrlingur stórskotaliðs. Mundi hún þá ekki einnig hafa dugað vel
gegn háska af völdum jarðeids og hraunbruna? Ef rennsli Nýja-
hrauns og háski þess á einhvern þátt í upphafi kapellu á þessum stað,
er máske Barbara mær sá meðal helgra manna, sem eðlilegast er að
hitta þar fyrir, úr því á annað borð svo ótrúlega heppilega vildi til,
að nokkur dýrlingsmynd fannst.
Leirkersbrot, nagla og skeifubrot treysti ég mér ekki til að tíma-
setja, en ekkert er óeðlilegt að rekast á þetta dót þarna, þó aldrei
nema húsið hafi verið kapella í pápísku. Líklega hefur það verið eins
konar sæluhús öðrum þræði, menn hafa farið þar inn til að gera bæn
sína, en einnig til þess að hvílast eða leita skjóls í vondu veðri, jafn-
vel til að matast. Þetta kann að hafa verið frá upphafi ellegar ekki
fyrr en eftir siðaskipti, því að sennilega hefur húsið staðið a. m. k.
fram á 17. öld. Krítarpípuleggurinn sýnir það. Þarna hafa menn
verið á ferð eftir að tóbak komst í notkun hér á landi. Og eldur hefur
verið gerður á gólfi til þess að orna sér við, sjóða mat eða hvort
tveggja. En ekkert af þessu þarf að mæla því í gegn, að húsið hafi
upprunalega verið bænahús vegfarenda á óhugnanlegum stað.
í ýmsum kristnum löndum eru enn til smákapellur, sem reistar
hafa verið við vegi á miðöldum, ætlaðar vegfarendum til bænagerð-
ar. Þá voru og stundum reistir krossar úti á víðavangi í sama skyni.
Slíkur hefur verið krossinn, sem lengi stóð við hættuleiðina í Njarð-
víkurskriðum, milli Njarðvíka og Borgarfjarðar eystra.1) Við hann
áttu menn að lesa faðirvor. Af slíkum krossum kunna og að vera
dregin sum örnefni af krossi eða krossum. Nefna má og í þessu sam-
bandi hústóft litla úr grjóti, sem er uppi á Helgafelli á Snæfellsnesi
og kölluð er „kapellan“. Víst mun hún hafa verið bænahús í kaþólsk-
um sið.2) Hana má bera saman við Kapelluna í Kapelluhrauni, þótt
ekki standi hún við veg. Fleiri sambærilegar menjar er mér ekki
kunnugt um hér á landi, úr því að rústin í Kapellulág verður að
dæmast úr leik, svo sem fram kemur hér að aftan.
Olavius segir svo um krossinn: „Midt paa denne Vei staaer opreist et lidet
Kaars af Træe, hvorved alle Reisende, efter gammel Skik og i Anleedning af den
paa Kaarset staaende Opskrift: Effigiem Christi qvi transis pronus honora, skal
læse Fader vor“. Oeconomisk Reise igiennem Island. Kbh. 1780, bls. 451. Um
endurnýjun krossins 1846 sjá Þjóðsögur Jóns Árnasonar, 2. útg. 1954, I, bls. 134.
2) Ólafur Lárusson, Þrír sögustaðir í Þórsnesi. Árbók Ferðafélagsins 1932,
bls. 52 — 53.