Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1955, Page 12
16
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
7. mynd. „Dysin“ í Kapellulág, áður en hún var rannsökuð. —
“The Cairn” before excavation.
2. Kapellulág hjá Hrauni í Grindavík.
Austur frá Hrauni í Grindavík og allt til Festarf jalls heitir Hrauns-
sandur, enda er þar mjög blásið og sér lítinn sem engan gróður á
heilum flákum. Þó sagði Gísli Hafliðason, gamall bóndi á Hrauni
og átti þar heima alla ævi (d. 1956), að allt sé þarna heldur að
gróa upp, sandurinn sé að festast, og mun það eflaust rétt athugað.
Um Hraunssand hefur frá fornu fari legið vegur, og var um hann
áður fyrri mikil umferð af mönnum austan úr sýslum, lestamönnum
haust og vor og vermönnum um vetur. Frumstæður bílvegur liggur
nú mjög þar sem gamli vegurinn var áður.
Um það bil 1 km fyrir austan bæinn á Hrauni er lægðardrag all-
mikið í sandinum, hefst í hæðunum hið efra og nær niður að sjó,
víkkar niður eftir og virðist myndað af rennandi vatni, þó að nú sé
hvergi vatn á þessum slóðum. Lægð þessi heitir Kapellulág. Rétt neð-
an við bílveginn, sem nú liggur þvert yfir lægðina á sama stað og
gamli vegurinn lá fyrrum, er töluvert áberandi þúst eða grjóthrúga,
auðþekkt mannaverk í sandauðninni (7. mynd). Þessi grjóthrúga er