Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1955, Page 13
KAPELLUHRAUN OG KAPELLULÁG
17
8. mynd. Guðmundur frá Lundi og Gísli Gestsson við rannsókn
„Dysjarinnar". — “The Cairn’’ under excavation.
í daglegu tali kölluð Dysin, og hermir Brynjúlfur Jónsson um hana
eftirfarandi sögu: „Þá er Tyrkir rændu í Grindavík (1627), flýði
drengur einn undan þeim, ríðandi á rauðri meri, og hleypti upp veg.
Einn af Tyrkjum elti hann og var svo fljótur á fæti, að hann náði
honum í Kapeliulág. Þreif hann þá í tagl merarinnar. En hún sló
báðum afturfótum fyrir brjóst honum svo hart, að hann lá dauður
eftir. Var hann þar dysjaður, og á rústin að vera dys hans".1)
Á sjávarbakkanum um 200 m suðaustur frá dysinni er grasi gróinn
hóll, sem heitir Hvalhóll. Menn taka mið af þessum hól, þegar hann
ber í dysina frá sjónum séð, og heitir þetta mið Húsið. 1 því nafni
feist sjálfsagt réttari bending um uppruna þessa mannvirkis en í
munnmælasögunni. Fleira er eftirtektarvert í umhverfi dysjarinnar.
Fyrir austan hana er allmikil hæð, og af henni er skammt austur að
sjó, þar sem Hraunsvík nær'lengst inn undir Festarfjall. Þar er mjög
J) Árbók 1903, bls. 48.
2