Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1955, Page 14
18
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
hár sjávarbakki, og grefur sjór hella inn í móbergið. Þar var hellir,
sem nú er mjög lítið eftir af, og hét Dúnknhellir.1) Á skerjum nokkr-
um undir Festi segja þeir á Hrauni, að áður hafi verið járnhringar
til þess að festa skip, og hafi írar fest þar skip sín. Þessir járnhring-
ar munu ekki sjást lengur, og enginn þeirra á Hrauni hafði sjálfur
séð þá, en þeir þóttust þó vita fyrir víst, að þessir hringar hefðu
verið þarna. (Sbr. og Jón Þorkelsson, Þjóðsögur og munnmæli,
Reykjavík 1899, bls. 1.)
Dysin í Kapellulág var rannsökuð dagana 13. og 14. maí 1954. Auk
mín unnu við rannsóknina Gísli Gestsson safnvörður og Jóhann
Briem listmálari fyrri daginn, en Gísli og Guðmundur Þorsteinsson
frá Lundi seinni daginn (8. mynd). Báða dagana nutum við gestrisni
Gísla Hafliðasonar á Hrauni og konu hans. Veður var gott báða dag-
ana, skúrir þó seinni daginn, en vinnufriður sæmilegur.
Brynjúlfur Jónsson lýsir dysinni svo árið 1903, að hún sé „dálítil
grjótrúst, nokkuð grasgróin, svo sem 3 al. í þvermál að ofan, en fláir
utan og virðist vera nokkuð hrunin. Naumast er hún yfir 1 al. á hæð".
Þessi lýsing á sæmilega við dysina, eins og hún leit út, áður en við
byrjuðum að grafa í hana. Hún var að sjá eins og hver annar blás-
inn hóli, steinar oltnir út úr á allar hliðar, en nokkuð gróið á milli.
Einkum var kollurinn vel gróinn, og vottaði þar ekki fyrir neinni laut
eða lægð. Að ógröfnu mátti þó aðeins greina steinaraðir, sem stóðu
upp úr þessum gróna kolli og virtust sýna innri brúnir veggja í litlu
húsi.
Þegar við vorum búnir að mynda dysina, fórum við að grafa innan
úr henni, eftir því sem þessar steinaraðir eða veggbrúnir sögðu til.
Mold létum við sér og grashnausa sér til þess að geta komið öllu í
sama fallega lagið aftur, þegar rannsókninni væri lokið. Efsta reku-
stungan eða vel það var eingöngu foksandur moldarblandinn. í hon-
um voru nokkur stórgripabein og fuglabein nýleg. Á hér um bil 50 sm
dýpi varð vart við fyrstu mannvistarleifar, koladrefjar, sem ekki
voru tilkomumeiri en það, að þær héngu ekki saman svo að lag mynd-
aðist. Við hreinsuðum upp alla tóftina við þetta lag, gerðum upp-
drátt og tókum myndir. Niðri við lagið eða um 45 sm frá yfirborði.
inni undir húsgafli (þ. e. austurgafli), fundum við eina stappaða
!) Þannig bar Gísli á Hrauni þetta fram mjög greinilega. Magnús bróðir hang
sagði Dúknhellir, en Jón Engilbertsson á Hrauni sagði Dúnkshellir. Á korti her-
foringjaráðsins stendur Dúknahellir. Þannig skrifar einnig séra Geir Bachmann
í sóknarlýsingu Grindavíkur 1840 — 41 (Landnám Ingólfs III, bls. 142).