Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1955, Page 15
KAPELLUHRAUN OG KAPELLULÁG
19
9. mynd. Húsið í Kapellulág eftir rannsóknina. — Small house
revealed hy the excavation of “The Caii~n”.
látúnsþynnu (sjá hér á eftir). Rétt fyrir neðan efstu mannvistar-
leifarnar, einkum við suðurhlið, en þó nokkuð um aila tóftina, var
1—2 sm þykkt lag af hreinlegum sjávarsandi með skeljamulningi í,
en annars var allt hér fyrir neðan og niður á gólf tóftarinnar meira
og minna blandað mannvistarleifum, þótt mest væri af leirlituðum
foksandi með stærri og smærri steinum í. Hér og hvar voru örlitlir
öskublettir og viðarkolamolar, en eldstæði ekkert, og yfirleitt voru
þessi eldsmerki smávægileg. Neðst var gul, leirkennd moldarskán,
sem í vottaði fyrir morknum beinum og fúnum spýtum, og mun þetta
eflaust vera gólf hússins, en í því voru engar eldsleifar, sem þó eru
algengastar á gólfum. Neðan við þetta lag var hrein ísaldarmöl og
engar mannvistarleifar.
Nú skal lýsa húskofa þessum, eins og hann kemur fyrir sjónir upp-
grafinn (9. mynd). Það varð þegar í stað ljóst við rannsóknina, að
við höfðum fyrir okkur lítið hús eða hústóft, sem var barmafull af
mold, sandi og grjóti, innveggir lítið sem ekki hrundir, en útveggir
mjög hrundir og steinar úr þeim skriðnir út á alla vegu. Af því skap-
aðist dysjarútlitið og þá einnig nafnið og ioks munnmælasagan um