Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1955, Page 24

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1955, Page 24
28 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS frálætis en til nokkurra nytsemda þessu fátæku landi og þeim, sem það byggja, þá viljum vér, að allir menn viti, að vér fyrirbjóðum fullkomlega parterað leppakiæði, alls kyns þýzkan klæðaskurð, plötu- búnað á kyrtlum eða á hettum, nema konur og meyjar viljum vér að hafi eftir því, sem siðvandi hefur verið".1) Auk orðsins „plötubúnaður" koma einnig „skjaidabúnaður" og „peningabúnaður" fyrir í norskum lögum.2) Grindavíkurplöturnar sýna eflaust ódýrt skraut af þessu tagi. Margar þeirra eru með iín- þráðarleifum í götum, ein með seymi, en aðrar eru aftur á móti sýni- lega ætlaðar til að festa með eirtittum, enda margir þeirra enn í göt- unum. Einsýnt virðist, að slíkar plötur hafi ekki átt að festa á dúk heldur leður. Margar af Grindavíkurplötunum hafa því sennilega verið ætlaðar á belti. Hugsazt gæti jafnvel, að þær hafi átt að vera á reiðtygjum, en til þess virðast þær þó of fíngerðar og viðkvæmar. Á seinni tímum hafa tíðkazt kvenbelti með stöppuðum silfurplötum, sem minna raunar mikið á Grindavíkurplöturnar. Mörg eru á Þjóð- minjasafninu (Þjms. 1964, 3599, 3705, 8020 — 22 o. fl.), auk þess lausar plötur af siíkum beltum, t. d. plöturnar Þjms. 3012, sem eru ferskeyttar með rósettu í miðju, 1,9 sm á hvorn veg, og Þjms. 2753 með ljónsandliti, sem minnir á nr. 14 hér að ofan. Allar þessar plötur hefur átt að festa á taulinda, en flestar Grindavíkurplöturnar hafa verið ætlaðar á leðurbelti, eins og fyrr segir. Þetta haggar þó ekki hinum nána skyldleika, sem er með öllum þessum plötum. Eru þó silfurplöturnar á beltum Þjóðminjasafnsins sennilega ekki mjög gamlar, þótt raunar sé erfitt að tímasetja þær nákvæmlega. Belti með svipuðum stöppuðum plötum hafa á seinni tímum einnig verið algeng í Noregi og nefndust þar ,,stölebelter“ eða „stödlebelter“, þ. e. stöðlabelti.3) Á norsku hafa plötur sem þessar verið kallaðar stöðlar (et. stöðull), en vera má, að þær hafi verið kallaðar stokkar á íslenzku, því að stokkabelti er gamalt orð í málinu, er nefnt í Sturlungu í sambandi við fyrirboða Örlygsstaðabardaga 1238. Meðal þeirra smáhluta, sem hér hefur verið fjallað um í einu lagi, nr. 1 — 36, er þó einn, sem hefur sérstöðu og skylt er að nefna sér- J) Norges gamle Love III, bls. 110. 2) Hjalmar Falk, Altnordische Kleiderkunde, Kria 1919, bls. 31. Hér telur Falk upp öll dæmi í miðaldaritum, sem drepa á þessa tízku. Vegna orðsins „plötu- búnaður“ hef ég hér kallað þessa stöppuðu smáhluti „plötur". 3) Sjá t. d. Thor Kielland, Norsk gullsmedkunst i middelalderen, fig. 147 a-b, og Rikard Berge, Norskt bondesylv. Risþr 1925. Pl. I, V, XI, XII.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.