Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1955, Qupperneq 26
30
ÁRBÖK FORNLEIFAFÉLAGSINS
safninu voru áður til fjórir slíkir prjónar, allir fundnir í jörðu,
Þjms. 6000, 6001, 6951 og hinn fjórði frá Bergþórshvoli, ótölu-
settur.1)
Stokkur af stokkabelti, nr. 47. Þessi hlutur er áreiðanlega rétt
greindur, enda nægilegt samanburðarefni til hér á safninu. Mjó
látúnsbelti með letri hafa sýnilega verið algeng hér á landi á mið-
öldum.2) Jarðfundnar leifar slíkra belta, einn stokkur eða fleiri,
eru Þjms. 170, 834, 2015, 4155, 7503, 7736, 9318, 10956, 12088,
13378. Síðustu númerin sýna, að af slíku belti er einnig sprota-
endinn Þjms. 4557. Hafa beltin að líkindum öll verið sprotabelti,
og hefur á sprotanum verið endastykki, sem sló sér svo mikið út
neðst, að miklu var breiðara en stokkarnir. Leifar af leðri og grænu
taui sjást innan í sumum stokkunum. Er gott að fá staðfest á þann
hátt, að stokkabelti hafi verið gerð úr leðri, sbr. það, sem haldið var
fram um látúnsplöturnar hér að framan, að þær hafi verið festar á
leðurbelti. f safnaukaskrám eru beltisleifarnar taldar frá 15., 16. eða
jafnvel 17. öld, en ágizkun er þetta, og mega þær vel vera eldri, sum-
ar hverjar að minnsta kosti.
Silfurpeningur, nr. 49. Um hann er í rauninni ekki meira að segja,
en hann hlýtur að mega taka sem eindregna bendingu þess, að fund-
urinn allur sé frá 14. öld, enda ekkert fram komið, sem mælir því
í gegn.
Glerbrot, nr. 62. Það kemur mjög á óvart að finna gler meðal þess-
ara minja, ekki sízt eftir þá tímasetningu, sem peningurinn virðist
heimila. En hér er þó ekkert, sem varpar neinum vafa á, að gler-
brotið sé frá sama tíma og hitt dótið. Eins og kunnugt er, eru gler-
gluggar fyrst nefndir í íslenzkum heimildum við útkomu Páls bisk-
ups Jónssonar frá vígslu 1195. Fáeinar kirkjur hafa sennilega farið
að eignast glerglugga um það leyti og þar á eftir, en ekki munu þekkj-
ast heimildir um glerglugga í hýbýlum manna fyrr en á 17. öld, og
enn munu þeir hafa verið fátíðir á 18. öld. En þar sem gler var vitan-
lega vel þekkt hér á landi á 14. öld, er glerbrotið frá Grindavík ekki
í mótsögn við fundinn að öðru leyti, þó að þess væri ekki von þarna
og ekki verði skýrt, hvaða erindi það á.
Ekki virðist mér ástæða til að ræða einstaka hluti fundarins frek-
!) Árbók 1951 —B2, bls. 48.
2) Sbr. Matthías Þórðarson, Málmsmíði fyrr á tímum. Iðnsaga íslands II,
bls. 278-79.