Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1955, Síða 27
KAPELLUHRAUN OG KAPELLULÁG
31
ar en gert er í fundarlistanum sjáifum hér að framan. Af honum
sést, hve fjölbreyttur þessi fundur er, en flestir eru þó hlutirnir við-
komandi klæðnaði, þó einkum ýmislegir kvenlegir smámunir, svo
sem stokkar á stokkabelti, doppur og stjörnur, krókar, lykkjur og
títuprjónar, silfurhnappar og perlur. Auk þessa vaxmoli, glerbrot,
tinna, endi af hnífskafti, járnbrot afar mörg, og loks peningur, sem
tímasetur allt saman til 14. aldar. Allt fundið í örsmáum húskofa,
þar sem gólfflötur er ekki nema röskir tveir fermetrar.
Ekkert bendir til þess, að hús þetta hafi verið kapella, annað en
nafnið Kapellulág. Rústin sjálf var ekki kölluð Kapella, heldur Dys-
in. Miðnafnið Húsið er fremur bending um, að hús þetta hafi ekki
verið kapella. Ekki er þarna heldur neinn svo hættulegur staður, að
eðlilegt væri að hafa þar bænhús fyrir vegfarendur, enda örstutt að
Hrauni, þar sem áður var kirkja. Þrátt fyrir þetta hefðu þó getað
verið einhverjar ástæður til þess að þarna væri reist kapella, en
heimildir eða staðhættir mæla ekki sérstaklega með því, og fornleifa-
fundurinn mælir því mikið heldur í gegn, þótt hann afsanni það ekki
að fullu. Til dæmis snýr húsið í vestur án þess að sjáist, hvernig á því
stendur, jafnvel snýr það dálítið skakkt upp á móti brekku, eins og
nokkuð hafi þótt við liggja, að það snéri einmitt þannig. En ekki er
þetta nógu veigamikið til þess að halda megi fram þess vegna, að
húsið hafi verið bænhús.
Þegar hinir mörgu smáhlutir komu fram á svo litlum bletti og loks
enskur peningur í þokkabót, hvarflaði hugurinn óneitanlega að verzl-
un Englendinga hér á miðöldum. Eins og kunnugt er, var Grindavík
einmitt einn sá staður, þar sem þeir stóðu hvað föstustum fótum. Gat
það verið, að þarna væri beinlínis fundin svolítil ensk búðarhola, þar
sem einkum hefði verið verzlað með kvenlegan glysvarning? Hug-
myndin virtist góð í fyrstu, en ekki get ég þó haldið þessari skýringu
til streitu. Ekkert bendir hér til Englendinga annað en peningurinn.
Af íslenzkum uppruna er hins vegar greinilega stokkurinn af látúns-
beltinu (nr. 47), og í sjálfu sér er ekkert því til fyrirstöðu, að allir
látúnshlutirnir geti verið smíðaðir hér á landi. Og það þykir mér
raunar líklegast, að þeir séu. Að öllu athuguðu held ég helzt, að hús
þetta hafi verið verkstofa málmsmiðs. Því til sönnunar tel ég fyrst
og fremst það, að sumir smáhlutirnir virðast greinilega ekki full-
gerðir, og á ég þar einkum við bóluna nr. 30 og hún af hnífskafti,
nr. 44. Afklippur úr látúni og tini benda og í sömu átt. Skylt er þó að
vekja athygli á, að ekki fundust nein merki um, að bræddur hefði