Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1955, Side 32
36
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
svo að allt geymslufyrirkomulagið var ófullkomið og af vanefnum
sökum þrengsla. En samt sem áður var þetta nóg til þess, að hann
skildi fullkomlega, til hvers hér var stofnað, og sagði, að hér væri
að ræða um mjög merka nýjung, sem gæti orðið öðrum söfnum til
fyrirmyndar. Framkvæmdina taldi hann einnig svo vel heppnaða,
það sem af væri, að mannamyndasafn vort væri sérstætt og einstakt
í sinni röð, og mundu söfn annarra þjóða yfirleitt ekki hafa tekið upp
neitt sambærilegt.
Þetta var nú dómur þessa útlendings um þá tilraun, sem hér hefur
verið gerð til að koma upp fullkomnu, þjóðlegu mannamyndasafni.
Mér fannst þá og finnst enn, að vér getum verið dálítið stoltir af
þessum viðurkenningarorðum, ekki sízt vegna þess, að ég vissi, að
hér talaði maður, sem var gagnkunnugur öllum merkustu þjóðminja-
söfnum í Evrópu, þó mér sé hins vegar ljóst, að slíkum umsögnum
ber að taka með varúð, jafnvel þó vitrir menn eigi í hlut, og kemur
þar að því fornkveðna, „at engi er einna hvatastr“.
Fyrir nokkru las ég um myndasöfnun í Noregi.1) Hún er að vísu
byggð á nokkuð öðrum forsendum þar en hér og líklega ekki hugsuð
eins víðtæk, en árangurinn virðist vera mjög góður og ánægjulegur,
og við lestur greinarinnar þóttist ég verða þess fullviss, að vér gæt-
um lært ýmislegt af hinu norska fyrirkomulagi, þó hinar ytri aðstæð-
ur séu að vísu það ólíkar, að hvorugur mundi vinna við að líkja full-
komlega eftir hinum.
II.
Mannamyndasafn, sem sérstök deild í Þjóðminjasafninu, er eins
og þegar hefur verið sagt ein af hinum snjöllu hugmyndum dr. Matthí-
asar Þórðarsonar, og hann lét ekki staðar numið við hugmyndina,
heldur hóf söfnunina og stofnaði deildina 1908. Þá voru til 42 mynd-
ir, sem Þjóðminjasafnið hafði eignazt. Allt voru það gamlar myndir,
olíumálaðar, teiknaðar og steinprentaðar, meðal þeirra eru biskupa-
myndirnar, sem seldar höfðu verið úr Hóladómkirkju. Tókst þáver-
andi forstöðumanni Forngripasafnsins, Sigurði Vigfússyni, að festa
kaup á þeim og bjargaði þeim þar með handa safninu og fyrir kirkj-
una, því að Matthías Þórðarson hefur látið gera góðar eftirmyndir
1) Norske portrettarkiver, eftir Arne Nygard-Nilssen og W. P. Sommerfeldt.
Aarsberetning for Foreningen til norske fortidsminnesmærkers bevaring, 94.
aarg. 1938, bls. 97 — 118.