Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1955, Page 36

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1955, Page 36
40 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Þegar um þetta er að ræða, þarf enginn að vera í vafa um svarið, að það sé gert til fróðleiks nútímamönnum og fyrir síðari tíma, til að tengja fortíð við nútíð og framtíð, svo að hægt sé að sýna eina órofa heild í þróunarsögu þjóðanna. Enginn mundi heldur vilja vera án þessara safna nú, því að þar er að finna traustustu undirstöður þess, er vitað verður um fortíðina, svo að um menningarlegt gildi þeirra geta í raun og veru ekki orðið skiptar skoðanir. Alveg það sama gildir um mannamyndasafn á því sviði, sem því er ætlað að ná til. Og því er ætlað að ná til allra Islendinga, sem hægt er að fá myndir af. En mannamyndasafn, eins og hér um ræðir, er tiltölulega nýtt fyrirbæri meðal safna, og eru menn-því ekki búnir að átta sig eins vel á því. f raun og veru er það helzt sambærilegt við skjalasafn, og ætti það að vera öllum skiljanlegt, að ekki sé minna um vert að geta geymt útlit einhvers manns á mynd heldur en t. d. bréf frá sama manni, sem varðveitt er í skjalasafni. Hvort tveggja gefur sínar upplýsingar um persónuleika mannsins — ög myndin þó líkast til öllu meiri að öðru jöfnu. Vér skulum hugsa oss dæmi: Um Guðbrand biskup Þorláksson eru til svo miklar og góðar heimildir af ritum og skjölum, að enginn þarf að vera í vandræðum með að fá allar þær upplýsingar um hann, sem lésnar verða af slíkum heimildum, og eftir því er hægt að skapa sér prýðilega hugmynd um hann, eða öllu heldur um æviferil hans og starfsemi. En hvernig leit þessi umsvifamikli lærdómsmaðúr og kirkjuhöfðingi út? Því getur hið ritaða mál aldrei svarað, svo ábyggi- légt sé. En gæfan varðveitti’fyrir'oss ekki einá heldur fleiri myndir af honum, bæði málaðar og prentaðar tréskurðarmyndir, og þessar myndir fylla út állár aðrar heimildir um hann, gæða þær lífi og gera þær nærverandi, því að vér höfum ekki aðeins heyrt eða lesið um hann, vér þekkjum einnig útlit hans -— höfum á vissan hátt séð hann — og kynnin eru orðin persónuleg. Eða — vér skulum virða fyrir oss myndina af Arngrími lærða Jónssyni, þessum fríða, gáfulega og dálítið þóttafulla latínuklerki á Melstað. Svona leit hann út, lærdómsmaðurinn, rithöfundurinn og ættjarðarvinurinn, sem ávallt var reiðubúinn til að verja íslenzka þjóð með vopnum andans, þegar á hana var hailað. Vér verðum ekki 'fyrir vonbrigðum af myhdinni. Hún sýnir oss einmitt þann persónu- leika, sem hún á að sýna, fríðan, gáfaðan, fyrirmannlegan. Þannig leit Arngrímur út. En um leið getur naumast hjá því farið, að hin afburða snjalla — en strákslega — lýsing Hallgríms Péturssonar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.