Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1955, Side 39
MANNAMYNDADEILD ÞJÓÐMINJASAFNSINS
43
safniS notið sæmilegs skilnings almennings á söfnuninni, og fjölda
margir hafa veitt því beinan stuðning með því að senda því myndir.
En betur má, ef duga skal. Grunur leikur á, að jafnvel á þessum ár-
um síðan mannamyndadeildin var stofnuð, hafi fjöldi verðmætra
mynda farið forgörðum fyrir skeytingarleysi, e. t. v. allt eins mikið
og komizt hefur til safnsins. Er það illa farið, og ætti fólk að gera
sér að reglu fyrir það fyrsta að skrifa aftan á hverja mynd, af hverj-
um hún sé, og í öðru lagi að láta safninu í té þær myndir, sem það
kærir sig ekki um að eiga lengur, eða gera ráðstafanir til að safnið
fái þær að eigendum látnum.
Það er nú oftast svo með gamlar myndir, að yngri kynslóðin kærir
sig ekki um að geyma þær, þegar gamla fólkið, sem þær heyrðu til,
er fallið frá, og þá er Þjóðminjasafnið rétti aðilinn til að taka við
þeim og geyma þær, í stað þess að þær grotni niður eða lendi í eld-
stónni.
Nýjar myndir eru einnig þegnar með sömu þökkum, ef einhver
t. d. vill gefa mynd af sjálfum sér eða sínum, er safninu engu síður
fengur að fá þær en hinar gömlu. Þetta þyrfti helzt öllum, ungum
sem gömlum, að skiljast, því að þá fyrst er hægt að búast við fullum
árangri og að safnið nái tilgangi sínum, er allur landslýður kemur
með og tekur þátt í söfnuninni af fullum skilningi.