Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1955, Page 46
50
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
húsaskipun sést á yfirborðinu. En útlit er fyrir, að hér hafi byggð
staðið lengi og hús verið endurreist mörgum sinnum. Tún hefur get-
að verið stórt, en engin merki sjást til girðinga. Má vera, að tún-
garður úr torfi sé sokkinn, því túnið hefur verið raklent, og grjót til
bygginga er ekki nærtækt. Fáa metra frá bæjarhólnum fellur bæjar-
lækurinn niður með túnjaðrinum og heitir Brettingsstaðalækur.
Hann er með nægu ágætu vatni, sem aldrei þrýtur. Mundi margur
búandi nú á tímum telja mikils virði að eiga slíkan læk við bæjar-
vegginn, svo auðvelt sem er að virkja hann. Austurhlíðar Drápu-
hlíðarfjalls draga nafn af bænum og heita Brennistaðakinnar. Virð-
ist þessi nafngift benda til þess, að Brennistaðir hafi byggzt þegar
við fyrsta landnám hér og þá að líkindum af skipverja Þórólfs
Mostrarskeggs, því þetta er í hans landnámi. Vafalaust hefur verið
mikið skóglendi í nánd við Brennistaði. Og þar í grennd hef ég fundið
merki til, að brennt hafi verið til kola. Brennistaðir hafa haft skil-
yrði til þess að vera mjög góð bújörð. Fjárbeit er þar ágæt enn, þótt
skógurinn sé horfinn, og öflun heyja nærtæk.
11. Hólakot í landi Hóla.
Hólakot stendur austan undir Hólalangás. Bærinn hefur staðið
vestan undir hæðarbungu austast á túninu, í skjóli fyrir suðaustan-
átt. Engin húsaskipun af bæ er þar sýnileg vegna þess, að síðar hefur
verið gerður stekkur upp úr bæjartóftunum, og stóð hann þar í notk-
un fram á 19. öld. Tvær fornar tóftir eru vestur á túninu, sem hafa
getað verið gripahús. Engin girðing virðist hafa verið um túnið.
Sunnan við túnið sér enn fyrir fornum mógröfum, sem heita Hóla-
kotsgrafir. Þetta hefur verið lítið býli. En hagasælt er þar og vetrar-
beit fyrir búfé örugg, meðan skógarins naut við.
12. Brettingsstaðir í landi Saura.
Bærinn Brettingsstaðir stendur suðaustan undir Sauralangás, við
jaðar Sauraskógs, en vestan Brettingsstaðalækjar. Bæjarrústir eru
þar miklar og allgreinilegar, svo og rústir gripahúsa á víð og dreif
um túnið. Tún hefur verið stórt, umgirt torfgarði. Þetta hefur mátt
vera mjög gott býli, með ágæta beit út frá túninu og svo hagasælt, að
naumast kemur fyrir, að þar taki fyrir sauðfjárbeit. Nærtækan
engjaheyskap má þar hafa, ef friðað væri fyrir ágangi. Margt bendir