Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1955, Síða 48
52
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
að nokkru, þó tóftirnar séu mjög fornlegar. Tún hefur verið lítið, en
þó girt með öflugum garði. Skóglendi er enn út frá túninu. Engi hefur
býli þetta að líkindum átt við Skjaldarvatn. Sauðfjárbeit hefur þar
verið ágæt, nærtæk og árviss.
15. Hólkot í lundi Drápuhlíðar.
Hólkot stóð á hól í Drápuhlíðarengjum, suður af Arnarhólsskógi.
Leifar af bæjarrústum eru þar heldur ógreinilegar, enda virðist hafa
verið byggð fjárborg upp úr þeim síðar. Þar hefur getað verið gott
tún, því víðtækt og frjósamt valllendi er þar enn í dag. Hefur þar
verið ágæt aðstaða til öflunar heyja, og hagasæl fjárbeit liggur út
frá túninu. Forn túngirðing er þar ekki sýnileg.
16. Undirtún í landi Helgafells.
Norðan undir Helgafelli stóð bærinn Undirtún, sem var hjáleiga
frá Helgafelli. Tún var þar ekki stórt, en gott og grasgefið. Engja-
slægjur talsverðar og f járbeit ágæt og hagasælt á vetrum. Jörðin féll
í eyði árið 1906. Síðustu búendur þar voru hjónin Jóhannes Einars-
son og Guðbjörg Jónsdóttir. Ólu þau þar upp 10 mannvænleg börn.
Þetta snotra og hæga býli var svo lagt undir heimajörðina Helgafell.
Nú hafa öll hús verið jöfnuð við jörðu og túnið ásamt þeim orðið að
vélslægu landi. Innan skamms tíma verður það samvaxið túni heima-
jarðarinnar. Má því svo fara, að býli þetta hverfi úr minni kynslóð-
anna óðar en varir, þar sem engin ytri merki eru til, sem minna á það.
17. Valabjörg.
Valabjörg voru upphaflega selland frá Helgafelli, en síðar gerð að
sjálfstæðri kirkjujörð. Bærinn stóð norðan undir móbergsfjalli, sem
Valabjörg heitir. Niðurland jarðarinnar og tún var fremur lítið, en
gott. Fjallland mikið og kostaríkt. Engjaslægjur voru góðar, en
vetrarhart þótti þar. Aldamótaárið 1900 féll jörðin í eyði. Nokkru
síðar seldi kirkjujarðasjóður jörðina, og var hún þá sameinuð jörð-
inni Gríshóli. Þar með féll jörðin úr tölu sjálfstæðra býla og mun
tæplega byggjast upp aftur. Húsarústir eru þar miklar og munu
geymast lengi, ef mannshöndin lofar þeim að vera í friði. Síðasti
bóndi þar var Júlíus Jónasson, Eyvindssonar, sem bjó með konu sinni
og mörgum börnum í bernsku og æsku.