Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1955, Page 49
EYÐIBÝLI I HELGAFELLSSVEIT
5B
18. Gautsstaðir í landi Staðarbakka.
Gautsstaðir eru mjög fornt býli, sem stendur efst í jaðri Stórasel-
flóa. Glögglega sér fyrir rúst býlisins niður frá Gautsstaðagróf.
Húsaskipun verður ekki greind á yfirborði. Merki sjást ekki til girð-
inga. Slægjuland ágætt hefur verið í flóanum og beit mikil og góð í
flóum og skógi í Stórholtum. Á landnámsöld hefur vafalaust verið
mikill og hávaxinn skógur í Stórholtum. Nú er mest af því svæði upp-
blásið land.
19. Vindás í Staðarbakkalandi.
Býlið Vindás stendur lítinn spöl vestur frá Laxá ytri (Bakkaá),
fast við þjóðveginn á Skeiðum. Húsaskipun má víðast glögglega
greina. Þó hefur síðar verið byggð fjárborg upp úr rústunum. All-
miklar byggingar hafa verið þar, sem halda sér furðu vel. Túnið hef-
ur verið girt allt umhverfis afarmiklum garði af torfi og grjóti. Tún-
garðurinn og gömul rækt í túninu hefur varðveitt þessar fornu minj-
ar frá því að hverfa út í veður og vind af yfirborði jarðar. Að sjálf-
sögðu hafa nokkrar engjaslægjur fylgt býlinu, og fjárbeit mjög kosta-
rík og örugg er í námunda við það. Frá býli þessu er mjög fögur út-
sýn til allra átta. Það stóð fast við alfaraleið, og land allt í næsta um-
hverfi hefur verið skógi klætt. Ýmislegt bendir til þess, að býlið hafi
haldizt alllengi í byggð.
20. Bakkakot í landi Staðarbakka.
Bakkakot var hjáleiga frá Staðarbakka. Það stóð um 1/2 km austur
frá Staðarbakka, skammt frá sjó. Þar sér enn fyrir rústum og leif-
um af túngarði. En mjög er þetta óljóst og úr sér gengið, og mun
vatnsrennsli þar eiga sinn þátt í því. Þetta hefur verið lítið býli. Saga
þess er gleymd. Aðeins óljósar rústir sýna, að einnig hér liggja falin
fótspor horfinna kynslóða.
21. Bakkakot efra í landi Kóngsbakka.
Býli þetta stóð þar, sem nú stendur bærinn Innri-Kóngsbakki. 1
jarðabók Á. M. er býlisins getið á þessa leið: Ábúandi er Þorleifur
Bárðarson. Landsskuld 10 aurar, leigukúgildi 1. í kvaðarnafni er
skipsáróður. Bústofn 2 kýr, 1 kvíga, 13 kindur fullorðnar, 4 lömb og