Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1955, Side 53

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1955, Side 53
EYÐIBÝLI 1 HELGAFELLSSVEIT 57 um þótti hin mesta smán og jafnvel synd að leggja sér hestakjöt til munns. Séra Jón Hjaltalín mun þó ekki hafa verið haldinn af þessu hindurvitni. Hann lét það boð út ganga, að hver sá maður, sem vildi leggja Börk í bú sitt, gæti fengið hann. Það barst út eins og eldur í sinu, að presturinn á Breiðabólstað væri farinn að leiða menn í freistni með því að fá þá til þess að brjóta lögmálið. Fréttin barst loks til Hans bónda á Guðnýjarstöðum. Hann tók sig þegar upp og lagði leið sína til Breiðabólstaðar. Aftur kom hann með Börk í taumi, slátraði honum fyrir heimili sitt, og er eigi annars getið en að öllum sem neyttu hafi orðið gott af. Séra Jón Hjaltalín kvað eftirmæli eftir Börk, vin sinn og ferða- félaga, sem hann nefndi „Barkarminning“. Ljóðmæli þessi lýstu í senn söknuði skáldsins, léttu gamni og djúpri alvöru. Af því að ekki er vitað, að eftirmælin hafi komizt á prent eða að þau geymist enn heil í nokkurs manns minni, verður hér sett það af þeim, sem enn er munað. Því miður er þetta sundurlaust brot, vísur vanta inn á milli sem og niðurlagið. Betra er þó lítið ljós en algert myrkur. Barkarminning. Sældarstandið ýta allt út um jarðarhauður nokkrum reynist næsta valt: Nú er Börkur dauður. Við höfum lengi víða þeyst, vanir iitlum náðum, fjórtán árin saman sveitzt í sóknum þessum báðum. I’að má gleðja þelið mitt — þó hjá öðrum sveitum — að hefur fengið holdið þitt hvíld í vigðum reitum. Þetta getur gefið mér grunsemd nokkra vísa, að eitthvað muni upp af þér einhvern tima rísa. Enginn veit, hvað almættið orkað fær án tafar. Hver veit nema hittumst við hinum megin grafar. 28. Hafnareyjar (nú tilheyrandi Bjarnarhöfn). Eyjar þessar tvær tals liggja tæpa hálfa sjómílu norður frá Bjarnarhöfn og eru í daglegu máli nefndar grynnri og dýpri Hafnar- ey. Bærinn stóð á Grynnri-Hafnarey. Þar sjást óljósar menjar hans. Þetta hefur verið lítið býli. Heyfengur varla yfir 3 kýrfóður. Æðar- varp nokkurt og lundatekja. Að hefur orðið að kaupa eldivið, torf- ristu á hús og hey og upprekstur fyrir fénað. í jarðabók Á. M. er
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.