Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1955, Síða 54
58
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
jörðin sögð í ábúð, og er henni lýst þannig: Jörðin er kóngsjörð,
ein af Stapaumboðsjörðum. Ábúandi Guðmundur Jónsson. Landskuld
3 vættir fiska. Kvikfénaður er 3 kýr. Heimræði til fiskjar. Ábúandi
á 3 báta og heldur einum eða tveim þeirra til sjós, sem hann getur
með sínu eigin fólki, og á sjálfur feng allan. Heimilismenn voru
8 tals. Þessi Guðmundur hefur líklega verið síðastur bóndi í Hafnar-
eyjum. Mun það vera hann, sem Þormóður bóndi í Gvendareyjum og
Vaðstakksey átti í glettingum við og kvað um vísuna frægu:
Þó lagður sértu á logandi bál,
líka til ösku brenndur,
hugsa ég til þín hvert eitt mál,
Haf nareyj a-Gvendur.
29. Ámýrar.
Líklega hefur bærinn upphaflega heitið á Mýrum. Þetta er hjá-
leiga frá Bjarnarhöfn, að fasteignamati til síðustu tíma 12 hundr.
Bærinn stóð á gamalli, uppgróinni skriðu, vestan undir miðjuBjarnar-
hafnarfjalli. Fjallið upp frá bænum er mjög hátt, með ókleifu fugla-
bjargi, og hefur yfir sér tign og unaðslega fegurð. Að vestan gengur
Kolgrafarfjörður suður inn á milli hinna hrikalegu Eyrarsveitar-
fjalla. í norðri sér yfir Breiðafjörð og Barðaströnd á haf út. í vestri
og suðri blasir við sjónum hinn fagri Kolgrafaf jörður með Eyrar-
sveitina í baksýn. Fullyrða má, að frá fáum bæjum gefi að líta fjöl-
breyttara útsýni í góðu veðri en frá Ámýrum. Túnið er fremur lítið,
en greiðfært. Engi er allvíðáttumikið og frjósamt. Er það bæði star-
gresi og valllendi. Beitiland kjarngott og hagasælt. Fjörubeit er góð.
Heimræði var og mætti það enn vera. ókostir jarðarinnar eru stór-
viðri mikil í sunnan- og austanátt. Flæðihætta nokkur, hraphætta í
fjalli fyrir fé og erfiðir aðdrættir á landi. Þrátt fyrir þessa ókosti,
sem víða fyrirfinnast, hefur jörðin svo mikla landkosti, að vel mætti
hún í byggð haldast, ef húsakostur væri traustur og góður. Jörðin
féll í eyði 1926. Hún hefur síðan verið notuð sem afréttarland frá
Bjarnarhöfn. Síðustu ábúendur voru hjónin Gísli Guðmundsson og
Guðrún Magnúsdóttir.
30. Litlu-Seljar.
Bærinn stóð fyrir vestan gilið, sem skilur á milli túnanna á Stóru-
og Litlu-Seljum, sunnan undir Bjarnarhafnarfjalli. Sinn ábúandinn