Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1955, Page 59
EYÐIBÝLI I HELGAFELLSSVEIT
63
efni og stafsetningu, ef verða mætti einhverjum til fróðleiks og
skemmtunar.
No. 8. Á Stykkishólms þingstað. Lögfesta.
Jeg undirskrifaður Arnfinnur Arnfinnsson, nú búandi á Ytra-
Lágafelli í Miklaholtshrepp, gjöri vitanlegt: að jeg hjer með lögfesti
og hefi lögfest eignarjörð mína Baulárvelli, 14 hundruð að dýrleika,
liggjandi í Snæfellsnes Sýslu, í Saura þingsókn, en Staðastaðar kirkju-
sókn, til rjettra landamerkja hennar, móti öðrum löndum; lögfesti
jeg jarðarinnar tún og engjar, vötn og veiðistaði, samt allt hvað
nefndri jörðu tilheyrir og tilheyra ber, innan þessara eftirfylgjandi
landamerkja: 1 landsuður ræður Urðarmúlahorn, sem næst skagar
Straumfjarðará, og eftir sem brún hans ræður, til stefnunnar á
klettahnúk, er kallast Stakkur, sem er í hádegisstað frá bænum. Það-
an í vestur í vörðu þá, sem stendur á borg þeirri, er nú kallast Söðuls-
borg. Þaðan í einstakan stóran stein, sem stendur á landsuður síðu
Norðurmúla. Þaðan sjónhending vestur á efstu fossa, sem falla frá
fjöllum, í austari Breiðadalsbotna. Þaðan í vörðu, sem stendur á
klettaborg, kippkorn fyrir austan Hvanngil, og svo í gilið. — Síðan
ræður Hvanngil, sem rennur ofaneftir svokölluðum Austari-Breið-
dal, landi í vesturátt, uns það fellur í Hraunsfjarðarvatn. — Þaðan
sjónhending yfir Vatnshornið í Útnorðurshorn á Vatnafelli. — Það-
an frá til norðurs í vörðu á grjótborg þeirri, er kallast Kista. — Síðan
ráða vörður fyrir norðri til austurs, eftir Vatnahryggnum að Rauða-
læk, og þaðan austur eftir Vatnamýrarbrekkum í. Stóru-vörðu, sem
stendur á brekknabrúninni, þar sem fyrst hallar vötnum til landsuð-
urs, ofan að Dugfúsdal, og svo úr téðri vörðu sjónhending til suðurs
í fyrstnefnt Urðarmúlahorn.
Fyrirbýð jeg hjer með og banna öllum og sjerhvurrum, undir laga-
sektir, að vinna, beita eða nokkur not, hverju nafni sem heita kunna,
sjer að draga eða hagnýta af Baulárvallalandi, innan þessara framan-
sögðu landamerkja. Er þessi lögfesta bvggð á Baulárvalla útmælingar
réttarúrskurði, dagsettum á Baulárvöllum þann 7. júlí 1823, stað-
festum og löggyltum af amtmanni þann 15. ágúst sama ár, sam-
kvæmt fororði af 15. apríl 1776.
Itralágafelli þann 6. apríl 1847.
Amfinnur Amfinnsson
(L. S.)