Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1955, Side 63
TÓFTIR 1 SN J ÓÖLDUFJ ALLGARÐI
67
1. mynd. Uppdráttur, sem sýnir afstöðu kofanna í Snjóöldufjallgarði. —
Map showing localization of excavated huts.
Sveinn Pálsson fór árið 1795 yfir Tungná á sama stað á leið sinni
til Veiðivatna, en á heimleið fór hann Tungná á svonefndu Kvíslarvaði
ofan við Köldukvísl, og einnig nefnir hann vað ofar hjá Kirkjufelli.
Þau vöð eru nú bæði niður lögð og nafn Kirkjufells týnt. Stundum er
farið ofar, þar ,sem heitir Svartikrókur, en þar eru jniklar sandbleytur
í ánni, og þar fór Þorvaldur Thoroddsen yfir hana árið 1889. Hann
nefnir heldur ekki Bjallavað. Nú hafa bílferðir tekizt yfir ána á Hófs-
vaði, en það er austur undir Vatnaöldum og má heita sæmilegt fyrir
stóra bíia, en mjög er vaðið tæpt, og má alls ekki út af bera.
Innan við Tungná frá miðri Snjóöldu inn með endilöngum Snjó-
ölduf jallgarði er vatnaklasi, sem nefnist Veiðivötn eða Fiskivötn. Næst
fjölunum eru stærstu vötnin fjögur, fremst Snjóölduvatn hjá Snjó-
öldu, gott veiðivatn, og síðan inn með Snjóöldufjallgarði Ónýtavatn,
Grænavatn og Litlisjór, og er engin veiði í neinu þeirra, en lengra til
norðvesturs eru öll vötn full af silungi.