Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1955, Page 65
TÓFTIR I SNJÓÖi_DUFJALLGARÐI
69
2. mynd. Séð upp eftir Tungná; kofarnir eru í klettinum til vinstri. — View
over river Tangná; the huts are built against the rock to the left.
veggir, hvergi hærri en 90 sm, en ekki sáust leifar af þaki. Myndað-
ist þarna kofatóft ca. 3x3 m að stærð, og voru hlaðnir þrír veggir,
en bakveggurinn var kletturinn, sem slútti alveg fram yfir kofann.
Ekki fundum við annað fémætt í tóftinni en fáein bein. Mældum við
kofann lauslega og hættum síðan, er kvöld var komið, og var ekki
unnið meira að uppgreftinum það haustið.
Árið eftir var gerður út mikill leiðangur. Vorum við 12 saman í
stórum bíl, en aðalhvatamaður ferðarinnar var Ólafur Briem, kenn-
ari á Laugarvatni, en ég tók þátt í honum á vegum Þjóðminjasafns-
ins. Komum við að Tjaldvatni að kvöldi laugardagsins 22. ágúst og
grófum upp kofana daginn eftir, og næsta dag lukum við þar rann-
sókn og mælingum. Var þar mikið ljósmyndað og kvikmynd tekin af
verkinu. Veður var hagstætt báða dagana, sólskin og vindur ekki til
baga. Þegar við gengum heim að Tjaldvatni síðari daginn var komið
logn. Kveldhiminninn speglaðist óvenju fagurlega í Grænavatni og