Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1955, Síða 67
TÓFTIR I SNJÖÖLDUFJALLGARÐI
71
4. mynd. Uppdráttur af kofunum. — Plan of the huts.
veggjanna og er þar því að minnsta kosti 4 m djúpur. Um stefnur
skal þess getið, að ég kalla inn áttina frá ánni upp að þerginu, en
gagnstæða stefnu nefni ég wt, en það er mjög nærri landsuðri. Til
hægðarauka nefni ég stefnuna upp með Tungná austur, enda þótt
það sé að réttu lagi landnorður, útsuðurstefnu nefni ég þá vestur.
Kofarnir voru tveir og nefni ég þann, sem var nær jöklinum, eystri
kofann, en hinn vestri kofann. Kofarnir stóðu hlið við hlið, svo að
einn veggur með tveim dyrum á sneri fram að ánni, sá veggur var
(að utanmáli) meira en 11 m langur, vestasti hluti hans var ekki
grafinn fram.
Veggir eystri kofans voru hvergi hærri en 90 sm. Það var við
dyrnar, sem voru nokkru vestar en á miðjum vegg. Frá dyrum aust-
ur í horn var 1.20 m. Dyrnar voru 55 sm breiðar innst, en víkkuðu
lítið eitt út. Veggjaþykkt var víðast kringum 1.30 m. Kofagólfið
hækkaði allmikið innan við miðju, en þar lækkuðu veggir að sama
skapi, þannig að yfirborð þeirra var sem næst lárétt. Eystri veggur-
inn náði því ekki nema vel hálfa leið inn að berginu, og var kofinn
því ekki greindur frá skútanum fyrir austan, næst berginu. Vestri
veggurinn náði alla leið upp að hellisveggnum. í horninu vestan við
dyrnar lágu nokkrar hellur í gólfinu. Þar voru miklar kolaleifar, en