Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1955, Page 68
72
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
5. mynd. Dyr eystri kofans. — Entrance of east hut.
þó var þetta varla eldstæði, þar eð óbrenndum beinflísum og trjá-
leifum var blandað í kolin. Gólfið innan við hellurnar var einnig
mjög svart af viðarkolum. Gólfskán í eiginlegum skilningi var ekki
í kofanum, en þunnt mannvistarlag var þó á öllu gólfinu. 1 því var
mikið af beinaleifum, einkum fiskbein, og kolamylsnu, ásamt litlu af
tréflísum. Svipað lag var uppi á veggjunum, einkum innanverðum,
bar þar mest á beina- og trjáleifum. Frá dyrum að vegg voru tæpir
3 m, en breiddin á milli veggja var rúmir 3.20 m. Hér ,má nefna, að
í loft skútans voru gerð berghöld þannig, að ýmist ,var borað gat í
gegnum þunnan kamb í rjáfrinu eða tvær holur voru gerðar skáhallt
inn í það, þannig að þær mættust inni í berginu. Voru þessi berghöld
ekki færri en 30 á ýmsum stöðum í skútaþakinu. Sú tilgáta kom
fram, að tjaldað hafi verið frá veggjunum upp í loft og tjöldin bund-
in í berghöldin, en ekki tókst að finna neitt annað, sem styrkti þessa
tiigátu, en þessi möguleiki er fyrir hendi.
Vestri kofinn var allur meiri og merkilegri en hinn. Þar höfðu
veggirnir verið hlaðnir upp að hellisrjáfrinu, og hefur þetta þar með
verið sæmileg vistarvera. Hæð veggjanna upp að þaki hefur hvergi