Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1955, Síða 72
76
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
né teina, en í kringum kubbahrúguna fannst mikiS af tréleifum, lík-
ast því að það væru tálgu- eða höggspænir. Annað fannst ekki utan
dyra.
Loks er að geta jarðvegs þess, sem burt var grafinn, en efst var,
þar sem þykkast var (rétt innan við vegg), um 13 sm lag af smá-
gervum fbksandi, undir honum var svart vikurlag 90 sm þykkt, skipt-
ist þar á grófur vikur, allt að 5 sm í þvermál, og fíngerðari vikur eða
öllu heldur as'ka, en ekki var vikurinn samt lagskiptur, heldur var
askan í afmörkuðum fyllum í grófa vikrinum. Neðst var aftur 10 sm
þykkt lag af svipuðum föksandi og efst, en aftur á móti var neðsta
lagið talsvert þéttara. Þegar þess er gætt, að svona grófur, svartur
vikur fýkur sem ekki, og að neðan skútans er snarbrött brekka að
Tungná, og að allt, sem ofan af klettunum kemur, steypist langt fram
fyrir skútann, enda gætir vinda ekki í skútanum, nema lítils súgs
samhliða ánni, verður vikurdyngjan varla öðjruvísi skýrð, en að hún
hafi borizt þangað í eldgosi og hafi staðið vindur á landsunnan og
gosstöðvarnar verið í þeirri átt. Nú er það ekki kunnugt, að svona
grófur vikur falli öllu lengra en 25 — 35 km frá eldstöðvunum í lengsta
lagi, en þá hlýtur vikurinn að stafa frá Skaftáreldum 1783, því að
Lakagígir eru einmitt í suðaustri til austurs og fjarlægðir til þeirra
eru 20— 30 km. Svo er að sjá af ferðasögu Þorvalds Thoroddsen, að
meginvikurgos Skaftárelda hafi farið yfir Úlfarsdalssker, og má þá
sem bezt vera, að það hafi einnig lagt yfir skútann með kofunum.
í suðaustri eru engar aðrar eldstöðvar, í austri eru eldstöðvar í Vatna-
jökli, en þær eru í 50 km f jarlægð eða meira. Sé þetta öskulag þaðan,
ætti það einnig að vera auðþekkt í Kýlingum, en svo er ekki.
Ekki var um auðugan garð að gresja í kofanum að því er til gripa
kom, en þó skal því lýst, sem fannst.
Munir úr járni. 1. LítiU kengur eða lykkja, og er annar armur
hennar aðeins hálfur. Lengd (heila armsins) 7 sm, breidd 2.5 sm,
þykkt armanna efst um 0.5 sm. 2. Þrír naglahausar, líkastir róm á
hnoðnaglaendum. 3. Nokkrir litlir óskilgreinanlegir ryðkekkir. Allt
er þetta afmyndað af ryði.
Munir úr tré. 1. Sívöl spýta úr furu eða greni, hálfkúlulöguð fyrir
endana, 14 sm löng og 2.5 sm gild í þvermál. Spýtan líkist mjög hand-
fangi af hníf, en ekki hefur tangi verið rekinn í það. Spýtan er klof-
in í báða enda, og má vera, að hnífblaði hafi verið stungið í hana
öðrum megin, og þeim megin vottar fyrir ryði, en auk þess er sá
endinn lítið eitt sviðinn. Spýtan fannst í holu í berginu uppi yfir