Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1955, Page 74
78
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
9. mynd. Kubbar af silungsnetjum, klofnir leggir. —
Bone sinkers from trout nets.
þeir geymdust betur eða til að fela þá, en þeir vestri voru inni í af-
kima innst við bergið og því heldur ekki á gangvegi. I hvorri hrúgu
um sig voru 24 kubbar. Eystri kubbarnir voru að því er séð verður
allir úr hrossleggjum. Tuttugu leggir voru klofnir, líklega með þunn-
um meitli, og síðan boruð göt í báða enda, víðast þannig, að fyrst er
höggvið með meitli, unz komið er inn í frauð, en þá er gatið hrein-
borað, líklega heldur með oddmjóum hníf en bor, en á 5 kubbum er
gatið gert eingöngu með bor, 3 með 9.2 mm og 2 með 7.6 mm breið-
um bor. Á einum hefur smíðin misheppnazt, og er hann heill í annan
endann, en flaskað úr til hálfs í hinn, síðan hafa verið gerð tvö göt
í gegnum báða enda eins og á hinum 20. Þrír leggir eru ekki klofnir,
en aðeins gerð göt í gegnum þá skammt frá endunum (9. mynd).