Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1955, Page 77
TÓFTIR I SNJÓÖLDUFJALLGARÐI
81
12. mynd. Ker úr móbergi; lá í brekkunni neðan við kofana. Kerið liggur
á hliðinni. — Tuff box (or vessel), found in front of tlie huts.
30 sm breitt og 26 sm hátt, lítið eitt óreglulega tilsett. Ofan í stein-
inn hefur verið klöppuð ferstrend þró, líklega með meitli, en örðugt
er að ákveða breidd hans af meitilförunum, þó þau séu í sjálfu sér
ljós, þar eð horni meitilsins virðist hafa verið beitt fremur en allri
egginni. Innanmál kersins er: lengd 38 sm, breidd 16 sm og dýpt
15 sm. Nokkuð hefur flaskazt úr annarri hlið kersins, og er því ekki
hægt að barmafylla það af vatni.
Sumarið 1954 kom Guðmundur Jónasson bílstjóri í kofana með
hóp farþega. Þá fannst þar brýni í veggjarholu, en þegar til átti að
taka síðar fannst það hvergi, og lék grunur á að (útléndur) farþegi
hefði hirt það til minja um komuna í rústirnar.
Loks er að geta þess, að raufarnar fyrir berghöldin í hellisrjáfrinu,
sem eru ekki færri en 30, hafa verið klappaðar með meitli, sem varla
hefur verið meira en 1 sm fyrir munnann. Þýðing þessara berghalda
er ekki ljós, en verður rædd nánar hér síðar.
6