Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1955, Page 85
ISLENZKUR TRÉSKURÐUR 1 SÖFNUM Á NORÐURLÖNDUM
89
Stærsta heftið, á kápunni: Fornhluta lýsing eptir H. Sigurðsson
á Melum 1879—82. (Önnur rithönd og annað blek): Fullir 200 fom-
hlutir og nýtt safn 1883. (Ógreinilegt) : 6. hérum 48. f. hlutir.
Inni í (yfirskrift) : Lýsing forngripa á Melum í Borgarfirði (byrj-
uð 1879) eptir H. S. Þetta er nákvæmari skrá yfir hlutina, en með
annarri númeraröð. Nær hún fyrst til 194 (í svigum 204). Svo stend-
ur: NB. Alla þessa (204) hluti hef eg boðið safninu (fyrir 600 kr.).
Þá kemur Viðbót með 61 númer. Og þar á eftir: Nýtt safn auk hins
lofaða eptir skrá til Svíaríkis (til Rolf Arpi), og 15 númer, þar sem
H. S. hefur verið skjálfhentur. Að lokum með annarri rithönd: Við-
bótin. (Nýtt safn, auk hins lofaða eptir skrá til Svíaríkis (til Rolf
Arpi)) á þessum tveimur síðustu bladss. heyrir eigi til safnsins, sem
sent er til Stokholms. 'tío—88. J. Sv.
Þær merkustu af upplýsingum Helga Sigurðssonar eru teknar upp
sem ívitnanir við hina einstöku hluti í eftirfarandi skrá með lýsing-
um. Heftin eru þar nefnd: HS minnsta — miðstóra — stærsta hf.
Auk skráa safnsins sjálfs, „Huvudliggaren“ (H) og „Lappkatalo-
gen“ (L), hefur skrá eftir Matthías Þórðarson yfir íslenzka gripi í
erlendum söfnum (MÞ) verið notuð við samningu þessarar skrár.
Þá eru og á fáeinum stöðum teknar upplýsingar úr Skýrslu um Forn-
gripasafn íslands í Reykjavík I, 1863—1866 (S). í tilvitnunum frá
öllum þessum skrám standa mín eigin innskot í hornklofum.
Upplýsingum um hina einstöku hluti er raðað niður eftir 8 atrið-
um. Til hægðarau'ka eru þau sett í þessa röð:
a) Það sem hluturinn sjálfur hefur að segja, atriði 1—5.
b) Upplýsingar úr skýrslum og skrám, atriði 6—7.
c) Tilvitnanir (hvar hlutarins sé getið eða mynd er af honum),
atriði 8.
Atriðin:
1. Innf'ærslunúmer. Hlutarheiti. Viðartegund. Lögun. Mál.
2. Ástand. Málaður, bæsaður o. s. frv. Ljósmynd. Plötunúmer.
3. Utskurðurinn (staðsetning, munstur, frágangur).
4. Dagsetning og ártal.
5. Áletrun.
6. Kominn til safnsins. Hvaðan (byggðarlag, og seldur, gefinn
eða látinn til varðveizlu frá hverjum).