Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1955, Page 87
ISLENZKUR TRÉSKURÐUR í SÖFNUM Á NORÐURLÖNDUM
91
RÚMFJALIR
1. 9310. Rúmfjöl úr furu. L. 108, br. 26, þ. 1.7.
2. Óskemmd, með leifum af svartri og hvítri málningu. 1. mynd.
15.X.S.
3. Útskurður upphleyptur, 5-6 mm hár. Við báða enda tvöfald-
ur teinungur þvers á fjölina, brúnir þar laufskornar eftir teinung-
unum. Munstrið er næstum alveg eins á báðum endum, uppréttur
miðstöngull með blómum og blöðum og tveir teinungsbútar hvorum
megin, hvor með tveimur uppvafningum. Enda ýmist með blómum
1. mynd.
eða blaðskúfum. Yfirborð stönglanna slétt, með sneiddum brúnum,
8-9 mm breiðir. Umhverfis allt miðbik fjalarinnar er höfðaleturs-
bekkur. Innan í honum er samhangandi teinungur með rómönskum
svip, greinarnar undnar upp. Teinungurinn byrjar efst til vinstri,
ef fjölinni er snúið eftir letrinu. Aðaluppundningarnir eru fjórir,
þrír enda með blaðskúf (einn minnir raunar á berjaklasa), einn
með blómi (rósettu). Smágreinar enda með lítilli kringlu og hafa
„hnakkablað“. Stönglar svipaðir og á endunum, en 1 sm breiðir. —
Gott verk og skrautlegt.
4. Ártal ekkert.
5. Áletrun: uertu hier minne huilu hia me / d heilaug / um eingla
skara o uine drif þ / u alla f.
6. L: V. Gram, fornsali í Kristjaníu, keypti; kom 1875 (á öðru
spjaldi stendur 20/3 1876).
8. Afbildningar, pl. 7., fig. 38. Peasant Art, fig. 45.
1. 19823. Rúmfjöl úr furu. L. 110,5, br. 16.5, þ. 1.
2. Með tveim stórum sprungum, fest saman með járnspöng og