Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1955, Page 88
92
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
við annan endann með messingplötu með ádrifnu teinungaskrauti.
Ómáluð. 2. mynd. 12.Z.m.
3. Útskurður á framhlið. Á báðum endum er afmarkaður fer-
hyrndur reitur og hringur í, um 1.2 sm að breidd, dreginn með inn-
skornum línum. Innri útlínur óglöggar. Hringarnir eru skreyttir
með kílskurði bæði hið innra og ytra. Innan hringanna eru og nokkrir
bekkir með mjög einföldum snúnum böndum. I hringnum til vinstri
ei u latnesku stafirnir ANO, lágt upphleyptir. Til útfyllingar er rúðu-
strikun, tveir þríhyrningar og kílskurður. I hringnum til hægri
stendur: MDCC77. Útfyllingar rúðustrik. Um miðbik fjalarinnar
eru þrjár höfðaleturslínur. — Fremur frumstætt verk.
4. Ártal: 1777.
5. Áletrun: Höfðaleturslínurnar (lesnar af M. Þ.) svohljóðandi:
2. mynd.
milleminogillraanda / egsetherr / ansiesupyn mier soþeireimeige /
granda mildurgudafgiæskuþyn
6. L: Gefin af Magnúsi Eiríkssyni í Kaupmannahöfn 19. 9. 1877.
Aftan á fjölina er skrifað með bleki: Til Dr. Arthur Hazelius fra
hans Ven Magnús Eiríksson. Enn fremur: Þessa rúmfjöl eignist
Arthur Hazelius, hún er frá hans gamla frater, sem hefur átt hana í
mörg ár (meira en 40 ár).
8. Peasant Art, fig. 48.
1. 35117. Rúmfjöl úr furu. L. 129.5, br. 16.5, þ. um 1.3.
2. Sprungin að endilöngu um miðju, stönguð saman með segl-
garni þvert yfir sprunguna. Nokkuð slitin hér og þar á framhlið.
Ómáluð (leifar af dökkri málningu?). 75.B.q.
3. Upphleyptur útskurður á framhliðinni, 2-3 mm hár. Á miðj-
unni er skjöldur með IHS, einkennilega bugðóttir latneskir stafir,
umgirtir af blaðverki. Út frá skildinum ofanverðum ganga sam-
hverfir bylgjuteinungar. Allar greinar vefjast upp og enda í undn-
ingum, að nokkru leyti með einu eða fleiri hnakkablöðum. Stöngl-
arnir eru flatir að ofan, að nokkru leyti með innri útlínum; þver-