Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1955, Síða 89
ISLENZKUR TRÉSKURÐUR I SÖFNUM Á NORÐURLÖNDUM
93
böncl eru sums staðar við skiptingu greina. Hliðargreinar og blöð
hafa mismunandi skreytingar, hallandi niðurskurði, kílskurðaraðir,
tungur á köntunum (tungurnar snúa inn móti miðju), fjaðurstrengi
og langa innskurði. — Ekki sérlega fínn útskurður.
4. Ártal ekkert.
5. Áletrun engin nema IHS.
6. L: Rolf Árpi, Uppsölum, keypti, 23. 11. 1882.
1. 35118. Rúmfjöl úr furu. L. 102, br. 16, þ. um 1.
2. Óskemmd, með leifum af svartri og hvítri málningu. 3. mynd.
lð.X.k.
3. Á bakhliðinni er fjölin strikhefluð meðfram báðum köntum. Á
framhlið er upphleypt teinungaskrautverk, um 2 mm hátt, innan
við mjóan. sléttan kantlista meðfram ytri köntunum og tungubekk
með löngum holjárnsskurðum þvert yfir báða endana. Sinn teinung-
urinn gengur út til hvorrar hliðar frá spegil-nafndrætti á miðjunni.
Er hann einnig myndaður af stönglum, flötum að ofan, með innri út-
línum. Tvær teinungsbylgjur eru hvorum megin við hann. Teinung-
arnir eru samhverfir, en þannig, að allar greinar og blöð, sem ganga
inn undir stönglana öðrum megin, finnast aftur ofan á þeim hinum
megin. Aðalstöngullinn er allt að 3 sm breiður. Þverbönd eru þar,
sem hliðargreinar og blöð koma út, sums staðar með tungubekkjum
og nokkuð löngum holjárnsskurðum. Sín greinin vefst upp í hverri
beygju og endar í einkennilegum blævængslöguðum skúf, sem er
settur saman af ýmislega löguðum blöðum. Hinir minni stönglar
enda oftast í „kringlu“ með frammjóu hnakkablaði. — Laglegt verk.
4. Ártal. Á stöngulinn, vinstra megin við nafndráttinn, er inn-
skorið 1756 og til hægri 45.
5. Áletrun. Stafirnir 'í nafndrættinum eru E I.
6. L: Rolf Ai-pi, Uppsölum, keypti; kom 23. 11. 1882.
8. Afbildningar, pl. 7, fig. 35. Peasant Art, fig. 41.
1. 35120. Rúmfjöl úr furu. L. 108.5, br. 18, þ. um 1.3.