Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1955, Síða 91
95
ISLENZKUR TRÉSKURÐUR 1 SÖFNUM Á NORÐURLÖNDUM
allt að 3 sm, flatir að ofan með innri útlínum; stuttar hliðargreinar,
sem enda í blaðskúfum. Hin einstöku blöð eru löng og frammjó eða
uppundin í „kringlur“ eða smáflipa. Þverbönd á stönglunum með
röð af tungum og holjárnsstungum, þar sem blaðaskúfarnir byrja.
Annars eru þeir (og blöðin að sumu leyti líka) skreyttir með inn-
skornum bogalínum, samhliða skálínum og smáþríhyrningum með
bognum hliðum. Við sum blöðin er skorið djúpt niður. — Hreinn og
örugglega gerður útskurður.
4. Ártal ekkert.
5. Áletrun: Fangamarkið R E S.
6. L: Rolf Arpi, Uppsölum, keypti; kom 23. 11. 1882.
8. Peasant Art, fig. 34.
i. mynd.
1. 35123. Rúmfjöl úr furu. L. 99, br. 17.5, þ. 1.3.
2. Sprungin. Lítillega kvarnað úr báðum endum. ómáluð. 75.B.ae.
3. Otskurður á framhlið: Þrjár höfðaleturslínur.
4. Ártal. Skorið á enda síðustu línu 1812.
5. Áletrun: o / iesus / uertu / ad / stod / min / ætid / a / nott //
sem / deigi / heilög / nadar / handleisl 1812
a / þin / haldi / mier / lifs / a / veigi // ionssa AN0
6. L: Rolf Arpi. í skiptum fyrir 35060. Forngripasafnið, Reykja-
vík. 23. 11. 1882.
1. 35121).. Rúmfjöl úr furu. L. 117.5, br. 18, þ. um 1.2.
2. Óskemmd. Leifar af dökkri og hvítri málningu sjást aðeins.
75.B.af.
3. Otskurður á framhlið. Meðfram köntunum sem umgerð er bekk-
ur með skálínum, sem skera hver aðra. Miðbikið er fjórir reitir með
lágt upphleyptu skrautverki, bókstöfum og tölustöfum. Vinstra meg-
in óreglulegur teinungsbútur; stöngulbreiddin mjög misjöfn. Hefur
innri útlínur. Sumir hinna uppvöfðu enda vindinganna hafa lítið,