Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1955, Side 93
ÍSLENZKUR TRÉSKURÐUR 1 SÖFNUM Á NORÐURLÖNDUM
97
kólfar, sem einnig eru með ýmiss konar skurði og rúðustrikaðir. —
Sýnir vissan frumstæðan þrótt.
4. Ártal. Fyrst er skorið ANNO 1849 (ef rétt er að lesa næst-
síðustu töluna sem öfuga 4).
5. Áletrun. Eftir ártalið koma stafirnir j j S A og undir fanga-
markið G A d (þverstrikið vantar yfir A-ið).
6. L: Rolf Arpi, Uppsölum, keypti; kom 8. 12. 1883.
1. 388U2. Rúmfjöl úr furu. L. 114.5, þr. 23, þ. 1.7.
2. Óskemmd. Máluð rauðbrún. Málningin nokkuð slitin. 5. mynd.
14.Z.&.
3. Flatt upphleyptur útskurður á framhlið. Á miðjunni er all-
stór hringur, dreginn sem snúin bönd með stórum spegilnafndrætti.
5. mynd.
Bókstafirnir, sem dregnir eru líkt og bönd, hafa innri útlínur. Til
beggja hliða út frá hringnum eru höfðaleturslínur meðfram köntun-
um. Innan þessarar umgerðar er sinn teinungurinn til hvorrar hlið-
ar; ganga þeir út frá hjartalagaðri mynd við hlið hringsins með
krákustígsbekkjum. Þrjár aðalbylgjur til hvorrar hliðar. Hliðar-
greinarnar skera aðalstönglana. Allir stönglarnir enda í blaðaskúf-
um. Þeir stærstu hafa fimm lítil blöð og tvö stærri með þverböndum
með krákustígsbekkjum. Slík þverbönd eru einasta skraut á blöðum
og stönglum. Minni blaðskúfum skýtur út.frá stönglunum hér og
þar. — Fínt og nákvæmt verk.
4. Ártal: 1838, upphleypt aftan við bókstafina á öðrum end-
anum.
5. Áletrun. Nafndrátturinn Ch G D og höfðaleturslínurnar:
til/hvilu/med/mier/hef/eg/gud/hyl mier/vaki/i/vöku/og/blund/a
augun/i/han saki/1838
ns/vernd/og/frid/enn/hann/yfir alla/lund/svo/eingin/neyd/mig
6. L: Rolf Arpi, Uppsölum, keypti; kom 8. 12. 1883.
8. Afbildningar, pl. 8, nr. 39. Peasant Art, fig. 52.