Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1955, Blaðsíða 95
ÍSLENZKUR TRÉSKURÐUR I SÖFNUM Á NORÐURLÖNDUM
99
eru kantarnir strikheflaðir. — Útskurðurinn er fremur grófur og
tilbrigðalítill.
4. Ártal ekkert.
5. Áletrun. Á nýja bútnum stendur: lattumigsofavelogværtivi.
Á fjölinni sjálfri er brot af versi úr sálminum „Hver sem að reisir
hæga byggð“ svohljóðandi: m sinum han sette bod ad sia til þin og
lidea a / og uenda ollu til grdaei þeir bera þig hægt a hondum sin so
huorge naer þu fætu
6. Kort vantar í L. í H stendur: Kand. Rolf Arpi, Uppsölum,
keypti ásamt 39411 -------(fleiri númer talin). Kom 22. 11. 1884.
8. Peasant Art, fig. 42.
1. 57429. Rúmfjöl úr furu. L. 100, br. 21.5, þ. um 1.5.
2 Nokkuð slitin og einstaka sprungur. Ómáluð. 6. mynd. 75.B.e.
6. mynd.
3. Upphleyptur útskurður á framhlið, 2-3 mm að hæð. Laut er
hefluð meðfram báðum köntum og lína skorin inn á báðum endum.
Flöturinn þar á milli er útfylltur af fimm hringum, hlið við hlið. Eru
þeir flatir að ofan með innri útlínum; þverbönd hér og þar. Breidd-
in mismunandi, frá 12-25 mm. I hverjum hring stendur uppréttur
jurtarstöngull (eða stofn) með greinum eða blöðum við rót og topp;
ganga þær að nokkru leyti út fyrir hringinn. I þremur hringunum
í miðju er þessi jurt ofur einföld, en breiðir meira úr sér í tveimur
þeim ytri. Hér ganga út-frá henni stönglar, sem enda í margflipuð-
um blöðum. Krókarnir uppi og niðri milli hringanna eru útfylltir
með undarlegum myndum með ýmiss konar skurði. í hverjum hring
eru fjórir höfðaletursstafir, tveir og tveir saman sitt hvorum megin
við hinn upprétta stofn. — Útskurðurinn fremur grófur.
4. Ártal ekkert.
5. Áletrun er torlesin.
6. L: Keypt hjá Friðrik Möller, kaupm. á Eskifirði, 30. 1. 1888.
8. Afhíldningar, pl. 7, fig. 34. Peasant Art, fig. 44.