Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1955, Qupperneq 97
ISLENZKUR TRÉSKURÐUR I SÖFNUM Á NORÐURLÖNDUM
101
lína tveggja mynda og blaðverks, sitt í hvorum helmingi. Frá vinstri:
1. hringur: Að ofan standandi dýr (hestur?), að neðan standandi
dýr með fugl(?) á bakinu, sem annað stekkur yfir. 2. hringur: Að
ofan tveir standandi fuglar með gapandi nefjum hvor á móti öðrum,
að neðan engilshöfuð með vængjum. 3. hringur: Að ofan og neðan
blaðflipar og annað skrautverk, sett saman í „pálmettu“. 4. hring-
ur: Teinungar með undningum og blöð. 5. hringur: Að ofan engils-
höfuð með vængjum, að neðan standandi dýr, sennilega ljón. Allt
ávalt upphleypt. I „hornunum“ fyrir utan hringana eru hjörtu. Þá
sést partur af einstökum hring, sem sjálfsagt hefur verið miðskjöld-
ur fjalarinnar; í honum sjást leifar af höfðaletri, líklega fangamark
(eða ihs). — Englarnir og dýrin skapa tilbreytni, en verk af
\anefnum.
4. Ártal ekkert.
5. Áletrun. Stærsti stafurinn á bakhliðinni er S með aukastriki,
svo að ef til vill á það að vera SR. Hinn stafurinn er F. I miðhringnum
á framhlið hefur sennilega verið fangamark með höfðaletri eta ihs.
6. L: Komin frá F. Möller, Eskifirði, 1888.
1. 58089. Rúmfjöl úr furu. L. 106, br. 15.8, þ. um 1.3.
2. Dálítið slitin á framhliðinni og með smásprungum. Ómáluð.
75.1. j.
3. Á bakhliðinni er skorinn hringur með upphleyptu fangamarki,
2—3 mm að hæð. Stafirnir gerðir sem stönglar í teinungi, með innri
útlínum, blöðum og ,,kringlum“. Eitt blað er skorið á ská niður með
smá-þverskurðum. Á framhlið er umgerð mynduð af tveimur inn-
skornum línum utan um sjálfan útskurðinn. Höfðaleturslínur eru
meðfram köntunum að ofan og neðan; í miðfletinum er bylgjutein-
ungur með upphleyptri verkan, skorið 3-4 mm djúpt niður. Tein-
ungurinn gengur út frá efra horni vinstra megin. Stöngullinn er
óreglubundinn, ýmist mjór eða breiður, allt að 2 sm, flatur að ofan
með innri útlínum. Þverbönd eru þar, sem greinar koma út. Ein
hliðargrein er við hverja beygju. Vefur sig upp og endar í „kringlu";
þar eru einnig þverbönd. í „hornunum“ að ofan og neðan eru útfyll-
ingar með smá-þríhyrningum (blöðum?) með vinkilskurði í. — Gróft
og fremur óvandað verk. Bókstafirnir miklu betur gerðir en tein-
ungarnir.
4. Ártal ekkert.
5. Áletrun: Fangamarkið á bakhliðinni er G O D. Höfðaleturs-
línurnar: