Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1955, Page 98
102
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
herrannmæturhiecfcaki'osshannossendurleis
igodarnæturgiefiossoddlagaafæturreise amen
6. L: Komin frá S. Vigfússyni í Reykjavík, 1888.
7. L hefur ráðningu á áletruninni og les oddlaga í neðri línunni
sem „og glaða“. Þetta er eflaust rétt. Óvart hefur skipzt á stöfunum
d og g hjá tréskeranum.
1. 58090. Rúmfjöl úr furu. L. 100.5, br. 18.7, þ. 1.2.
2. Með stórum sprungum og flísum brotnum af og tveimur kvist-
götum. Hefur verið gert við hana með því að negla tvo lista þvert
yfir bakhliðina. Ómáluð. 58.B.a.
3. Útskurður á framhlið. Meðfram köntunum allt í kring er um-
gerð, mynduð af tveimur innskornum, samhliða línum með áletrun
af innskornum latneskum upphafsstöfum. Á öllum miðfletinum er
mjög ófullkomlega dreginn bylgjuteinungur með köntuðum stöngl-
um, „teiknaður“ með innskornum línum. Svo djúpt er skorið, að
nærri því gengur gegnum fjölina við undninginn, sem ásamt þríflip-
uðu blaði fyllir hverja beygju. Stönglarnir eru allt að 3 sm breiðir,
með innri útlínum og skástrikuðum þverböndum, þar sem hliðar-
greinar koma út. — Mjög frumstætt verk.
4. Ártal ekkert.
5. Áletrun: FELEGMIGNUIFADMENNÞINN: FRELSAR-
ENNGOODEIESUSMINN.GIE / FÞUEG. / HUILESTHÆGTMED-
FRID.HIAMIERVAKEÞITTEINGLALID.HALEL / UIA.
Að síðustu er fangamark með samandregnum stöfum, sennilega
HBS.
6. L: Keypt fyrir meðalgöngu S. Vigfússonar 1888, Reykjavík.
1. 58091. Rúmfjöl úr furu. L. 115.8, br. 16.5, þ. 1.3.
2. Mikið sprungin, fleiri göt alveg í gegnum. Járnnagli þvert yfir
stærstu sprunguna á bakhliðinni. Vantar stykki í efra horn til vinstri
og smáflísar brotnar af annars staðar. Ómáluð. 75.1.d.
3. Utskurður á framhlið. Innskorinn bylgjuteinungur, næstum
eins og væri öfugt upphleypt. Skorið lóðrétt niður beggja vegna við
stönglana um 4 mm djúpt. Skorið á ská eftir grunninum út að báð-
um köntum frá miðju, þannig að þar verður eins og uppstandandi
kambur eftir miðri skorunni. Breidd er allt að því fullur 1 sm. Reglu-
legur stöngulteinungur, hefur hvorki blóm né blöð. Ekkert eiginlegt
upphaf, en teinungurinn endar í undningum til beggja hliða. í hverri
beygju eru undningar mismunandi að útliti. Aðalbeygjurnar eru
misbreiðar. Allt virðist vera fremur tilviljunarkennt. 1 einni beygj-