Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1955, Side 99
ISLENZKUR TRÉSKURÐUR 1 SÖFNUM Á NORÐURLÖNDUM
103
unni er fyrir utan undningana skorinn kross með kílskurði milli
armanna. í aðra eru skornir þrír latneskir bókstafir og ártal. —
Frumstætt verk.
4. Ártal: 1808.
5. Áletrun: G 0 D.
6. L: Keypt fyrir meðalgöngu Sig. Vigfússonar 1888, Reykjavík.
7. L: „Márkt v. kanten á ena sidan: G 0 D 1808, vilket synes
vare ditsatt senare, dá brádet antagligen ár áldre, och det stár ore-
gelbundet“. (Þessi síðasta athugasemd segir harla lítið, þar sem allt
er svo ,,oregelbundet“.)
1. 58092. Rúmfjöl úr furu. L. 133,3, br. 19.5, þ. um 2.
2. Dálítið slitin á framhliðinni til endanna. Að öðru leyti
óskemmd. Ómáluð. 8. mynd. 12.Z.X.
8. mynd.
3. Á framhliðinni er jurtaskrautverk með upphleyptri verkan.
Skorið niður milli stönglanna allt að 1 sm. í miðju er afmarkaður
ferhyrndur reitur með tveimur latneskum skrifstöfum, eru þeir
skornir eins og stönglar og með innri útlínum og einföldum eða þrí-
flipuðum blöðum. Á flötunum til beggja hliða eru teinungar, sem
byrja við ferhyrninginn að neðan. Annars ekki samhverfir. Fjórir
vafningar hægra megin, þrír til vinstri. Stönglarnir flatir að ofan
með innri útlínum. Stöngulbreiddin allt að 4.5 sm. Þverbönd þar sem
greinar skiljast frá, á tveim stöðum með perluröð og sums staðar
með holjárnsstungum. Greinarnar enda í undningum og einum eða
fleiri blaðflipum. Sum blöðin með skáskurðum niður frá miðjunni til
beggja hliða með uppréttum ytri kanti, sum eru skreytt með öðrum
skurðum. — Örugglega og jafnt skorið.
4. Ártal sennilega 1864. í langhyrningi, sem skorinn er á bak-
hliðina, stendur þessi tala með nokkuð löngu bili milli 6 og 4. Grynnra
og alveg ljóst (þess vegna líklega nýrra) stendur 7 í bilinu.
5. Áletrun. Fangamarkið í miðju: I G.
6. L: Keypt hjá S. Vigfússyni, forstöðum. safnsins í Reykjavík,
27. 11. 1888.