Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1955, Qupperneq 101
ÍSLENZKUR TRÉSKURÐUR I SÖFNUM Á NORÐURLÖNDUM
105
6. L: Hazelius keypti af A. Feddersen, Kaupmannahöfn, 1887,
10. 10. Island, Dalasýsla.
1. 59219. Rúmfjöl úr furu. L. 114.5, br. 19, þ. um 1.8.
2. Talsvert slitin, einkum til endanna. Sennilega leifar af dökkri
málningu. 9. mynd. 75.B.r.
8. Á framhlið upphleyptur útskurður, 2-8 mm hár. Rétt hægra
megin við miðju er hringur með þremur stórum höfðaletursstöfum,
lítill teinungsbútur bæði yfir og undir þeim, krákustígsbekkir til
beggja hliða. Báðum megin við hringinn er fjölinni þrískipt eftir
lengd sinni. Að ofan og neðan línur með latneskum upphafsstöfum.
Milli þeirra bylgjuteinungar. Báðir teinungarnir eiga upptök sín
vinstra megin á flötunum og eru flatir að ofan. Stönglarnir enda í
blöðum með mörgum flipum, sum eru frammjó og sveigð, önnur eins
9. mynd.
og uppvaíinn stöngull. Nokkrir blaðflipanna eru skreyttir með
skurði, að mestu í „bátlögun". Nokkur hinna frammjóu blaða hafa
þverbönd. Á stönglunum er líka markað fyrir fáeinum þverbönd-
um. — Fremur frumstætt verk.
4. Ártal ekkert.
5. Áletrun. Stafirnir í hringnum eru: i h s. Leturlínurnar:
INAFNI/IESU/NU/SOFNUM/UI ER/NÆRRI/SIE/OSS/ÞI —
EINGILL/HIER/H/ÞRENING/SE M/HLIFD/OSS/GAF/HUOR
6. L: ísland. Dalasýsla. Hazelius keypti af A. Feddersen, Kaup-
mannahöfn, 1887.
8. Afbildningar, pl. 7, fig. 36.
1. 59220. Rúmfjöl úr furu(?). L. 133.5, br. 20, þ. um 2.5.
2. Dálítið slitin hér og þar, að öðru leyti óskemmd. Ómáluð.
3. Á framhlið er jurtaskrautverk með upphleyptri verkan. Á
fleiri stöðum er skurðurinn milli stönglanna meira en 1 sm djúpur.
I miðju hringur, sléttur að ofan, með fangamarki. Stafirnir gerðir
eins og stönglar í teinungi, með innri útlínum, uppvafningum og
blaðflipum. Utan hringsins ganga bylgjuteinungar út til beggja hliða