Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1955, Page 102
106
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
frá neðri kanti hringsins, hvor um sig úr hjartalagaðri rót, sem er
skreytt með holjárnsstungum og þríhyrndum skurðum með hliðum
sveigðum inn á við. Teinungarnir nálgast nokkuð að vera samhverfir.
Stönglarnir flatir að ofan með innri útlínum og þverböndum, þar
sem greinar skiljast frá, á einum stað með perluröð, sums staðar
með holjárnsstungum. Breidd stönglanna mismunandi, allt að 5 sm.
Greinarnar skera aðalstöngulinn, vefjast upp í undninga og hafa eitt
eða tvö frammjó og sveigð blöð, sum með skurði, sem gengur á ská
niður frá kanti, önnur frá miðju móti báðum ytri köntunum. •—
Þróttmikill og einfaldur útskurður, líkur og á nr. 58092 (8. mynd).
4. Ártal ekkert.
5. Áletrun aðeins fangamarkið, sem er nokkuð torlesið: G H?
10. mynd.
6. L: Keypt hjá adj. A. Feddersen, Kaupmannahöfn, 1887.
8. Peasant Art, fig. 47.
1. 59221. Rúmfjöl úr furu. L. 104, br. 19, þ. um 1.8.
2. Sprungin og alveg klofin í annan endann. Nokkrar flísar vant-
ar hér í. Fest saman með trélistum, sem negldir eru á bakhliðina. Að
öðru leyti nokkrar smásprungur. Ómáluð. 10. mynd. 12.Z.n.
3. Gegnskorið skrautverk á framhliðinni. í miðju er hjartalag-
að andlit, umgirt af „kaðalsnúningi“, sem ef til vill á að tákna hár
og skegg; yfir og undir er „kóróna“ og „brynja“ úr lykkjum. Sam-
hverfir teinungar ganga út til beggja hliða frá munninum. Eru það
reglulegir stöngulteinungar, næstum því alveg lausir við venjuleg
blöð. Annar helmingur stöngulsins er innhvelfur. Breiddin er mjög
misjöfn, allt að 2.5 sm. Að nokkru leyti er innskorin miðlína, og oft er
stöngullinn innhvelfur beggja vegna við hana. Hver teinungur mynd-
ar tvær aðalbeygjur. I þeim eru svo fleiri greinar, sem ganga til
baka og skera aðalstöngulinn. Margir smákrókar og fléttur. Allar
greinar vefjast upp í „toppinn". Sumar enda með tveimur smá-„krók-
um“, sem ef til vill eiga að tákna blöð með tveimur flipum. Sums