Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1955, Síða 103
ÍSLENZKUR TRÉSKURÐUR I SÖFNUM Á NORÐURLÖNDUM
107
staðar vottar fyrir tungulöguðum blöðum, sem liggja fast upp að
stönglunum. — Gott verk.
4. Ártal ekkert.
5. Áletrun engin.
6. L: ísland. Dalasýsla. Keypt hjá adj. A. Feddersen, Kaup-
mannahöfn, 10. 10. 1887.
8. Peasant Art, fig. 49.
1. 59222. Rúmfjöl úr furu. L. 108.5, br. 18.5, þ. 1.5.
2. Óskemmd. Ofurlítið kvarnað úr horni. Ómáluð. 11. mynd.
75.B.e.
3. Á framhlið er upphleypt skrautverk, um það bil 1 sm hátt. í
miðju er hringur með perluröð í kring („perlurnar" þó sexstrend-
11. mynd.
ar). Inni í hringnum eru tvö fangamörk með stórum, latneskum
skrifstöfum, flötum að ofan, með innri útlínum. Bylgjuteinungar
ganga út frá neðra kanti hringsins til beggja hliða. Myndar hvor
teinungur um sig þrjá aðalvafninga með mörgum minni greinum.
Þeir eru sem mest samhverfir. Stönglarnir flatir að ofan með innri
útlínum og þverböndum með rúðureitum, þar sem greinar skiljast frá.
Allar greinar enda í einni eða fleiri „kringlum“; er „komma“ skorin
í flestar. Stönglarnir eru þar að auki skreyttir með ferhyrndum
smástungum hér og þar. — Grófur og óreglulegur útskurður.
4. Ártal ekkert.
5. Áletrun: Fangamörkin JJSA og GJD.
6. L; ísland. Dalasýsla. Keypt hjá adj. Feddersen í Kaupmanna-
höfn, 10. 10. 1887.
8. Peasant Art, fig. 36.
1. 59223. Rúmfjöl úr furu. L. 115, br. 21, þ. 1.5-2.
2. Sprungin og slitin. Eitthvað hvítt hér og þar í hrufum og
krókum, þó varla málning. 12.Z.k.
3. Á bakhlið er skorið bæði bókstafir og ártal. Á framhlið skraut-