Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1955, Síða 105
ÍSLENZKUR TRÉSKURÐUR I SÖFNUM Á NORÐURLÖNDUM
109
síðustu beygju (til vinstri) koma fram tveir stönglar tengdir saman
með þverbandi og enda í vafningum og blaðverki (samhverft). —
Ekki sérlega merkileg, en vel gerð.
4. Ártal. Neðri línan endar með dags. og ártali: 21. júní 1734.
5. Áletrun: BREID ÞV OSS HERRA BLESSVNA / BÆDEI-
V0KV OG SVEFNE / HVERFA BVRT LATTV HRIGd OG ÞRA /
HIER STVNDLEGA EG NEFNE / SOADLICKTVM ÞA LENd-
VMVÆR / LOFLEGVSTHIAÞIER ÞRENNINGKIÆR / ÞAER-
BÆTTALLT VORTEFNE / DAG (þrír síðustu stafirnir gotnesk-
ir) ZI IVNI // ANNO 1734 Á eftir ártalinu kemur bekkur með smá-
blöðum.
6. L: Keypt hjá adj. A. Feddersen, Kaupmannahöfn, 1887.
1. 59225. Rúmfjöl úr furu. L. 112, br. 20.4, þ. 1.5.
2. Með víðri sprungu eftir endilangri miðju. Talsvert stór stykki
eru brotin úr báðum endum. Hefur verið gert við hana með því að
fella fjóra eikarlista inn þvert yfir bakhliðina. Tveir þeir stærstu
eru festir með töppum. Ómáluð. 75.J.d.
3. Á framhlið er upphleypt jurtaskrautverk. í miðju hringur,
flatur að ofan með innri útlínum. I honum eru stafir, skornir sem
jurtastönglar, flatir að ofan með innri útlínum og enda í skúfum
samsettum úr blaðflipum og ,,kringlum“. Teinungar ganga út til
beggja hliða frá hringnum neðanverðum, eru þeir ekki fullkomlega
samhverfir. Hinar mörgu hliðargreinar, sem skera aðalstöngulinn,
gefa öllu saman fléttulíkt útlit. Stöngullinn þrýstist að nokkru leyti
saman, þar sem greinar skiljast frá, og verður líkur kólfi. Hann hef-
ur innri.útlínur og er að nokkru gerður ofurlítið ávalur innan þeirra.
Breidd er víðast hvar um 2 sm. Greinarnar enda í skúfum með
mörgum „kringlum" og blaðflipum. — Heildarsvipurinn er fremur
skemmtilegur. Allgott verk, en ekki sérlega nákvæmt að því er snert-
ir línufegurð.
4. Ártal ekkert.
5. Áletrun. Stafirnir í hringnum eru erfiðir aflestrar. Ef til vill
IHS.
6. L: ísland. Dalasýsla. Hazelius keypti hjá A. Feddersen, Kaup-
mannahöfn, 1887.
1. 59226. Rúmfjöl úr furu. L. 106, br. 14, þ. um 1.2.
2. Með sprungum og flísar brotnar af köntunum. Ómáluð. 58.B.a.
3. Útskurður á framhlið. Þrjár höfðaleturslínur.
4. Ártal ekkert.