Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1955, Side 106
110
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
5. Áletrun. Höfðaleturslínurnar:
uertu / ifir / ogalll / umkring / medeilifriblessa
n / þinni / sitie / guds / einglar / samann / i / hring /
sænginni / ifir / minni / gudrun / ions / dottir / af
6. L: ísland. Dalasýsla. Hazelius keypti hjá A. Feddersen 1887.
Kaupmannahöfn.
1. 59832. Rúmfjöl úr furu. L. 115, br. 18, þ. 1.5.
2. Slitin til beggja endanna á framhliðinni, að öðru leyti
óskemmd Leifar af dökkri og hvítri málningu(?). 12. mynd. 75.B.af.
3. Útskurður á framhlið. Höfðaleturslínur meðfram köntunum
að ofan og neðan. Bylgjuteinungur í miðju með upphleyptri verkan.
Upptök hans eru víst í neðra horni til vinstri. Bylgjurnar fremur
óreglulegar. Stönglarnir skornir á ská frá annarri hliðinni gegn upp-
réttum kanti á hinni. f hverri beygju er stöngull með „kringlu“, ásamt
12. mynd.
einu tungulöguðu blaði og öðru þríhyrndu, sem einnig er skáskorið.
„Kringlurnar“ rúðustrikaðar að einni undantekinni. Tungulöguðu
blöðin eru ávöl í miðjunni með halla að uppréttum kanti. Þverbönd
eru yfir aðalstöngulinn, þar sem blöðin koma út, eitt þeirra er rúðu-
strikað. — Mjög gróft verk. Höfðaletursstafirnir merkilega smá-
felldir í hlutfalli við skrautverksflötinn.
4. Ártal ekkert.
5. Áletrun: uertuiferogaltumkringmedeilifribl
esanþinesieugudseinglarsamanihring
6. L: Keypt hjá A. Feddersen 1888, 16. 6. Kaupmannahöfn.
1. 59833. Rúmfjöl úr furu. L. 115, br. 19.8, þ. um 1.5.
2. Með smásprungum og tveimur stórum. Styrkt með trélista,
sem festur er með trétöppum á bakhliðina. Eitt horn brotið af. Ómál-
uð. 13. mynd. 75.B.r.
3. Á framhliðinni er upphleypt teinungaskrautverk, um 3-4 mm
hátt. Tveir samhverfir teinungar ganga út til beggja hliða frá lóð-
réttri miðlínu, sem mörkuð er með ýmiss konar blaðverki. Þeir eru