Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1955, Qupperneq 107
ÍSLENZKUR TRÉSKURÐUR I SÖFNUM Á NORÐURLÖNDUM
111
flatir að ofan og aðeins skreyttir með þverböndum, mynduðum af
holjárnsstungum í röð. Tvær aðalbeygjur eru til hvorrar hliðar; í
hvorri þeirra er ein aðalgrein og fjöldi minni hliðargreina, sem allar
vefjast upp og enda í „kringlum“. Flestar þeirra eru skreyttar með
hálfmánalöguðum skurði. Tvær yztu beygjurnar hafa næstum blæ-
vængsmyndað „blóm“ með mörgum hálfmánalöguðum skurðum og
eitt, sem er mjótt í annan endann og ávalt í hinn. Stönglar með
„kringlum“ ganga einnig út frá þessu blómi. — Gert af nokkurri
nákvæmni, en verkar frekar „vanabundið“.
4. Ártal ekkert.
5. Áletrun engin.
6. L: Keypt hjá adj. A. Feddersen í Kaupmannahöfn, 16. 6. 1888.
8. Afbildningar, pl. 8, fig. 40. Peasant Art, fig. 51. Myndir úr
menningarsögu fslands, Rv. 1929, mynd á bK XV.
13. mynd.
1. 65050. Rúmfjöl úr furu. L. 90.5, br. 14, þ. um 1.5.
2. Smáflísar eru brotnar úr útskurðinum. Smásprungur. Ómál-
uð. 14. mynd. 15.X.O.
3. Á framhlið upphleyptur útskurður. Ferhyrndur reitur er af-
markaður á báðum endum. I annan þeirra er skorinn mjór hringur
og inni í honum er fjögurra blaða rós, mynduð af mjóum stönglum.
Stönglarnir halda áfram út frá „blöðunum“, beygja inn á milli þeirra
og mynda lykkjur með smá-blaðflipum. Annar minni hringur er
brugðinn gegnum „blöðin“. Stönglar og hringar eru grannir, um
5 mm, flatir að ofan, en nokkuð djúpt skorið niður milli þeirra, lík-
lega allt að 8-9 mm. í hornunum utan við hringinn eru löng blöð
samansett af mörgum minni blöðum. Hinn ferhyrningurinn (t. v.)
er útfylltur með krossi, sem skreyttur er með holjárnsstungum. End-
ar krossarmanna skiptast í tvennt og fylla hornin, sem á milli
þeirra eru, með stönglum og margflipuðum blöðum. Milli endareit-
anna ganga höfðaleturslínur meðfram köntunum að ofan og neðan,
og milli þeirra er opinn bandbrugðningur og til útfvllingar meðfram
köntunum undarleg, burstalöguð blöð. Skurðurinn er upphleyptur,