Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1955, Qupperneq 108
112
ARBÓK FORNLEIFAFELAGSINS
allt að 1 sm hár. — Fremur grófur útskurður, en heildarsvipur
skemmtilegur.
4. Ártal ekkert.
5. Áletrun: inafne iesu nu sofnum uier nærre sie
oss þinn eingill hier heilagre þrenni
6. L: Keypt af Helga presti Sigurðssyni, Akranesi, íslandi, 27. 11.
1888.
HS stærsta hf.: 24. (í ,,Viðbót“). Rúmfjöl-------Fjölin er sjálf-
sagt allgömul, til að geta nær 200 ára, ef ekki fremur, samkvæmt
sögu hennar, sem er: eg fékk fjölina sumarið 1883 hjá merkisbónd-
anum Ásgeiri Jónssyni1) í Knararnesi, hann eignaðist hana eptir
sr. Benedikt Björnsson (fyrst prest í Fagranesi nyrðra og seinast í
Hvammi í Norðurárdal), sem er (sonur) Björns Benediktssonar
lJt. mynd.
Hannessonar Miðdalaprests, og eptirmann sr. Halldórs Finnssonar
Jónssonar biskups í Skálholti. Eptir þessu er fjölin ættuð annað-
hvort frá nefndum sr. Hannesi Miðdalapresti, eða þá frá þeim feðg-
um Finni biskupi eða sr. Halldóri, úr Skálholti, og hefur svo komizt
í Hítardal, og svo til nefnds sr. Benedikts, er gaf upp prestsskap
og varð blindur í Hvammi og fór seinast í Knararnes (ásamt þriðju
konu sinni Ingibjörgu Jónsdóttur dbrmanns frá Álptanesi), til
Bjarna bónda sonar síns. Sökum sögu, aldurs og smíðar er því fjölin
góður forngripur.
7. HS les síðasta orðið í áletruninni þreium, en það er ekki hægt,
því að eftir e koma aðeins 5 lóðrétt strik.
Líklega nr. 143 í HS minnsta hefti: „Rúmfjöl, með skornum stöf-
um utanmeð, og útskurði að öðru leyti. Prýðilega gerð“.
8. Afbildningar, pl. 7, fig. 37. Peasant Art, fig. 46. Myndir úr
menningarsögu Islands, Rv. 1929, mynd á bls. XVI.
1. 65051. Rúmfjöl úr furu. L. 83, br. 16.8, þ. um 1.5.
2. Nokkuð slitin. Viðurinn dökkur, en líklega er hún ómáluð.
75.1.aa.
1) Mun sjálfsagt eiga að vera Bjarnasyni.