Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1955, Síða 109
ISLENZKUR TRÉSKURÐUR I SÖFNUM Á NORÐURLÖNDUM
113
3. Á bakhlið aðeins tvö samhliða strik meðfram köntum að ofan
og neðan. Sama á framhliðinni, sem auk þess hefur tvær skornar
leturlínur, sú efri með mjög lágt upphleyptum latneskum upphafs-
stöfum, skreyttum með smákrókum, sú neðri er höfðaleturslína. —
Sæmilega gerð.
4. Ártal ekkert.
5. Áletrun: IEG / SEF / OG / HVILIST / MED
öllu / i / fride / þui / drottin / er /
6. L: Frá Helga Sigurðssyni, Akranesi, 1888.
Er líklega nr. 19 í „Viðbót“ í HS stærsta hf.: Rúmfjöl, útskorin
annarsvegar bæði með einskyns múkaletri (breyttu, fögru latínu-
letri) og höfðaletri. Hún er gömul, og fékk eg hana hjá Gísla Egg-
15. mynd.
ertssyni á Stóra-Kroppi. 1883. [Yfirstrikað: Og mun hún vera úr
Reykholti frá föður hans sr. Eggerti Guðmundssyni.] Líklega nr.
144 í HS minnsta hf.: Rúmfjöl með stórgerðu, upphleyptu letri, og
útskorin vel.
í. 65052. Rúmfjöl úr furu. L. 123.5, br. 19.7, þ. um 1.5.
2. Stórt stykki brotið úr neðra kanti. Miklar sprungur, svo að
hún hangir varla saman um miðjuna. Leifar af ljósblárri, hvítri og
ef til vill dökkri málningu. 15. mynd. 12.Z.Z.
3. Útskorin á framhliðinni; upphleypt jurtaskrautverk, 3-6 mm
hátt. Lóðrétt miðlína mörkuð af samhverfu blaðaverki. Frá miðlín-
unni ganga samhverfir teinungar út til beggja hliða, mynda þeir
fjórar stórar beygjur. Breidd stönglanna er mjög mismunandi, allt
að 2.5 sm. Þeir eru flatir að ofan með innri útlínum. í hverjum vafn-
ingi eru greinar með blaðskúfum, sumir á löngum legg. Innri útlínur
eru einnig hér. Að öðru leyti er hér ekki annað en nokkrir skurðir,
flestir ,,bátlaga“. Blöðin oftast tvískipt. — Útskurðurinn verkar
nokkuð órólega. Vanabundinn.
4. Ártal ekkert.
5. Áletrun engin.
8