Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1955, Page 110
114
ÁHBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
6. L: Frá Helga presti Sigurðssyni, Akranesi, ísland, 27. 11. 1888.
Hlýtur að vera nr. 9 í HS stærsta hf.: Rúmfjöl, öll útskorin með
hringskurði annarsvegar, en hinsvegar sljett og án ártals. Hún er
eflaust yfir 100 ára, eptir sem eg hefi getað spurt mig fyrir um eig-
endur hennar: bóndafólk í Borgarfirði.
Sjálfsagt nr. 145 í HS minnsta hf.: „Rúmfjöl, löng, útskorin.
Vantar renning af parti af henni“. (Við 145 í HS miðstóra hf. stend-
ur: — löng útskorin, vantar af — —• .)
8. Peasant Art, fig. 39.
1. 65053. Rúmfjöl úr furu. L. 88, br. 19.4, þ. um 1.3.
2. Sprungin. Lítur út fyrir að vera dálítið brennd á framhlið-
inni. Ómáluð. 75.1.aa.
3. Aðeins þrír stórir latneskir skrifstafir, skornir á framhliðina.
Að nokkru leyti með grynnri útlínum sitt hvorum megin við aðal-
línuna.
4. Ártal ekkert.
5. Áletrun: Stafirnir víst I H S.
6. L: Frá H. Sigurðssyni, 1888. Akranes.
Getur þetta verið nr. 146 í HS minnsta hf.? Hér stendur: Rúm-
fjöl, með innskornum, stórum stöfum: I A P. Við 146 miðstóra hf.
stendur það sama nema stafirnir eru I A B. (Finn hana ekki í HS
stærsta hf.)
1. 6505U- Rúmfjöl úr furu. L. 95, br. 14.5, þ. um 1.2.
2. Brotin sundur þvert yfir; spengd með luralegum járnspöng-
um. Mjög hrörleg. Kvarnað úr á framhlið annars endans. Smá-
sprungur. Ómáluð. 58.B.a.
3. Á framhlið er upphleyptur bylgjuteinungur, um 3 mm hár.
Stönglarnir flatir að ofan með innri útlínum og þverböndum, þar
sem greinar skiljast frá. Stöngulbreiddin er allt að 3.5 sm. Upphaf
í neðra horni til vinstri. Ein grein myndar undning í hverri beygju,
og sendir hann frá sér nýjar greinar. Önnur þeirra sker aðalstöngul-
inn og endar í undningi með nokkrum uppvöfðum smágreinum og
litlum, frammjóum blöðum í hornunum. Stöngullinn skiptist í
tvennt, þar sem hann skerst og myndar brugðning. Hin greinin er
skreytt á líkan hátt með blaðflipum og smágreinum, sem fylla út
hornið andspænis. Á bakhlið er mjög lágt upphleypt ártal og þrír
höfðaletursstafir. Auk þess sex innskornir latneskir stafir og óglöggt
innrist sexblaðarós í hring og önnur sexblaðarós í hring með tveim-
ur hringum yfir „armana“. — Frem.ur vel gerð.