Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1955, Qupperneq 111
ÍSLENZKUR TRÉSKURÐUR í SÖFNUM Á NORÐURLÖNDUM
115
4. Ártal 1842.
5. Áletrun á bakhlið með höfðaletri: g s (eða i) d. Innskorið:
Fyrst stafur, sem að mestu er hulinn af járnspöng, þar á eftir
E D A A.
6. L: Frá H. Sigurðssyni 1888. Akranes. Get ekki fundið hana
í HS stærsta hf. Áreiðanlega 147 í HS minnsta lif.: „Rúmfjöl, skor-
in, nú spengd saman (miður vel)“.
1. 65055. Rúmfjöl úr furu. L. 102, br. 18.5, þ. um 1.
2. Yfirborðið talsvert slitið. Ómáluð. 75.B.O.
3. tJtskurður á annarri hliðinni og til endanna á hinni. Hliðinni
þar sem útskurðurinn er meiri er skipt í reiti með djúpum, lóðrétt-
um línum. í miðreitnum, sem er næstum því í'éttur ferhyrningur, er
stór stjarna með skipaskurði, sexblaðarós með hring yfir blöðin,
skurðir og rúðustrikun milli þeirra. Sitt hvorum megin við miðreit-
inn eru þrjár línur með innskornum latneskum upphafsstöfum. Yzt
á hvorum enda er þverlína með upphleyptum latneskum upphafsstöf-
um. Sams konar lína er einnig á hvorum enda á bakhlið. Grunn lína
er skorin meðfram báðum köntum á báðum hliðum fjalarinnar. —
tJtskurðurinn er fremur grófur og frumstæður.
4. Ártal. I annarri línunni á bakhliðinni stendur anno og ef til
vill 1773.
5. Áletrun. Innskorið: OHERRAIESV INVANNISTOG
HIALPRADÞITT ADSIERTAKIA
HVILVRVMM STVDLIGVSTV A
Upphleypt: ÖGMVNDVR
ÖGMVNDSSON
6. L: ísland (með blýanti: Dalasýsla). Frá Helga Sigurðssyni
1888. Akranes. HS stærsta hf.: 8. Rúmfjöl----Áletrunin skrifuð
hér um bil eins og hér. Hann les líka ártalið sem 1773. Um hina
línuna á bakhliðinni segir hann: Þverlína á hinum endanum er svo
máð, að hún er vart læsileg.
Fjölina fékk eg ofanúr Borgarfirði.
MÞ:--------leynileturslína, tálguð hálfpartinn af aftur og er óljós.
1. 65056. Rúmfjöl úr furu. L. 85, br. 18.2, þ. um 1.5.
2. Nokkuð stórt stykki brotið af öðrum endanum, hornin brotin
af hinum. Einnig er hún slitin á köntunum og sprungin. Efri kant-
urinn er merkilega ójafn, — hefur hann verið með laufaskurði? Ef
til vill leifar af hvítri málningu. 74.1.aa.
3. Útskorin á framhlið. Á miðjunni og á öðrum endanum (hefur