Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1955, Blaðsíða 112
116
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
sennilega í öndverðu verið á báðum) ferhyrndir reitir með saman-
dregnum stöfum innan í hring. Rúðustrikun og ýmislega lagaður
skurður á milli og innan í stöfunum. Þrjár höfðaleturslínur eru á
hvorum fleti milli ferninganna. Leturlínurnar aðskildar með lárétt-
um „kaðalsnúningum“. — Fremur klunnalega gerð.
4. Ártal ekkert.
5. Áletrun. Stafirnir í ferningunum eru víst I H S í báðum.
Höfðaleturslínurnar: uertu ifer og alt þinne se gud
umkring med s einglar s
eilifreblessan amann iHs
6. L: Frá H. Sigurðssyni 1888. Akranes.
Er víst ekki nefnd í HS stærsta hf., ef hún er ekki nr. 10 í „Nýtt
safn“, sem ekki á að hafa verið sent til Svíþjóðar samkvæmt áritun-
16. mynd.
inni. Um nr. 10 stendur: útskorin rúmfjöl, með letri, og fangamarka-
hringum. Á það rkki við um neina rúmfjöl í HS minnsta hf. Gæti
verið ,nr. 20 í „Viðbæti“ í miðstóra hf. Þar stendur aðeins: Rúmfjöl.
1. 72091. Rúmfjöl úr furu. L. 122, br. 16.5, þ. um 1.5.
2. Sama sem óskemmd: nokkrar smásprungur. Ómáluð. 16.
mynd. 75.B.r.
3. Útskorin á framhlið. Upphleypt teinungaskrautverk, 2-3 mm
hátt, í umgerð af laufaskornum bekkjum meðfram köntum og end-
um. Á báðum endum er lóðrétt „perluröð“. Teinungarnir eru sam-
hverfir og ganga út frá miðju, sinn stöngull til hvorrar hliðar.
Stönglarnir eru alveg sléttir og ávalir að ofan. Tungan, sem tein-
ungunum skýtur upp frá, hefur nokkuð stóran kílskurð, með tveim-
ur litlum til beggja hliða. Reglulegt teinungaskrautverk, engin eigin-
leg blöð, aðeins afklipptir stönglar; hefur að öðru leyti einungis
undninga. (Við annan endann á bakhliðinni eru fimm hringar hver
innan í öðrum, grunnt ristir.) — Laglegt og vel unnið verk, en ekki
mikið hugmyndaflug.
4. Ártal ekkert.
5. Áletrun engin.