Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1955, Qupperneq 114
118
ÁRBÖK FORNLEIFAFÉLAGSINS
5. Áletrun: G G S og Th B D.
6. L: Seljandi frú S. E. Magnússon 1892. Cambridge, England.
1. 7209-í. Rúmfjöl úr furu. L. 110.5, br. 17, þ. 1.3.
2. Klofin að endilöngu um miðjuna; fest saman aftur með litl-
um aflöngum trélistum þvert yfir sprunguna, einn á framhlið, festur
með trétöppum, og tveir á bakhlið, negldir á með járnnöglum. Eitt-
hvert seigt, dökkbrúnt efni við efri kant, er ennþá límkennt. Ómál-
uð. 17. mynd. 12.Z.W.
3. Upphleyptur útskurður á framhlið, 2 mm hár. Á miðjunni er
mjór hringur, sléttur að ofan. Inni í honum stafirnir IHS með stór-
um samandregnum skrifstöfum, eru þeir dregnir sem jurtastönglar
með blaðflinum og vafningum, innri útlínum og þverböndum. Út frá
17. mynd.
hringnum neðanverðum ganga bylgjuteinungar hvor til sinnar hlið-
ar, næstum samhverfir. Stönglarnir dálítið ávalir á hliðunum, en
ílatir í miðjunni með innri útlínum. Þverbönd eru næstum aðeins
yfir hliðargreinarnar. Stöngulbreiddin er mismunandi, allt að full-
um 2 sm. í hverri beygju er útsprungið blóm með undarlega óreglu-
legum krónublöðum, eru sum frammjó, önnur ávöl og misjöfn að
lengd. (Minna á „akantusblómin“ á dyrastöfum norskra stafa-
kirkna.) Þau hafa innri útlínur og margs konar annað skraut: inn-
skorna fjaðurstrengi, „áteiknuð" innri blöð, uppvafðar greinar o. s.
frv. Fínar smáteikningar og stungur einnig í blaðskúfunum, sem eru
til útfyllingar langs með köntunum. — Fínt verk.
4. Ártal ekkert.
5. Áletrun aðeins I H S.
6. L: Seljandi frú Sigríður E. Magnússon. Cambridge, England.
22. 2. 1892.
8. Peasant Art, fig. 37.
1. 72095. Rúmfjöl úr furu. L. 112.5, br. 14, þ. um 1.3.
2. Brotin þvert yfir nokkuð vinstra megin við miðju og spengd
með tveimur blikkplötum, sem negldar eru á bakhliðina, og með vír